fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Með þessari öndunartækni getur þú sofnað á einni mínútu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. október 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota einfalda öndunartækni á að vera hægt að sofna á innan við einni mínútu. Þessi tækni, nefnd 4-7-8, slekkur á stressviðbrögðum líkamans og gerir fólki þannig auðveldara fyrir að sofna. Það eina sem þarf að gera er að anda og það gerum við nú hvort sem er.

Aðferðinni hefur verið mikið hampað af jóga- og hugleiðslukennurum og er sögð vera náttúruleg aðferð til að svæfa taugakerfið en ólíkt lyfjum, sem virka oft betur í fyrstu en þegar fram líða stundir, þá batni áhrifin af þessari aðferð með aukinni notkun hennar. Aðferðin hentar að sögn einnig vel til að slaka á.

Það er best að liggja þegar kemur að því að nota aðferðina. Fyrsta skrefið er að setja tungubroddinn upp í efri góminn, alveg upp við framtennurnar. Þar á tungan að vera allan tímann en það krefst ákveðinnar æfingar að halda henni kyrri þegar andað er.

Því næst eru eftirfarandi skref tekin í einni öndunarhringrás:

Opnaðu munninn. Gefðu snöggt hljóð frá þér og andaðu aðeins út um munninn.

Lokaðu munninum, dragðu andann hljóðlega að þér í gegnum nefið á meðan þú telur upp að fjórum í huganum.

Haltu andanum niðri í 10 sekúndur.

Gefðu aftur snöggt hljóð frá þér og andaðu út um munninn í átta sekúndur.

Þegar þú dregur andann aftur að þér hefst ný hringrás öndunar. Endurtaktu þetta fjórum sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli