fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Segir eigendum laxeldisfyrirtækja drullusama um Vestfirði – Til hvers eru lög og reglur?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. október 2018 05:27

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, fjallar Bubbi Morthens um laxeldi á Vestfjörðum en sem kunnugt er þá er framtíð laxeldis í fjórðungnum í miklu uppnámi eftir nýlegan úrskurð um ógildingu rekstrarleyfis fyrir 17.500 tonn af laxi í sunnanverðum fjórðungnum.

Bubbi segir í grein sinni að eigendur laxeldisfyrirtækjanna hafi óbeint tekið Vestfirði með um borð í blekkingarskútu sína. Þetta séu auðmenn sem eiga svo mikið að erfitt sé að skilja það eða átta sig á gróða þeirra.

„Og svona koma þeir málum sínum áfram: Þeir eru með menn á launum sem þeir hafa keypt til að tala sínu máli. Og það sýnir tuddaskapinn í málflutningnum hvernig málpípur þeirra stíga fram í fjölmiðlum. Menn heimta í fúlustu alvöru breytingar á lögum til þess að fá sitt fram. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Að ef það hentar mér ekki þá beitum við fyrrverandi forseta Alþingis fyrir okkur, hann hefur beinan aðgang að öllu batteríinu og alþingismönnum í flokknum til þess að ryðjast í gegnum lagalegar hindranir. Menn kalla það áfellisdóm yfir Alþingi og eftirlitsstofnunum bara af því þeim tókst ekki að fá það sem þeir vonuðust eftir að fá. Til hvers erum við að hafa lög og reglur ef menn neita að hlíta úrskurðum?“

Bubbi segir að laxeldi sé gott mál en það þurfi þá að vera í lokuðum kvíum eða uppi á landi.

„Við sem erum mótfallin laxeldi í sjókvíum erum hlynnt laxeldi á landi. En það er ömurlegt að sjá hvernig milljarðafyrirtæki rekur hníf á milli manna og elur á sundrungu bara til þess að geta matað krókinn sinn. Eigendum þeirra er drullusama um Vestfirði eða firði í Noregi eða annars staðar þar sem þeir hafa haslað sér völl, lagt lífríkið í rúst og farið með arðinn úr landi. Þeir kaupa sér málsmetandi fólk í hverju samfélagi fyrir sig, beita því fyrir plóginn og borga vel fyrir.“

Segir Bubbi og víkur því næst að þeim orðum sem margir Vestfirðingar hafa látið falla að undanförnu um að auðmenn utan fjórðungsins séu að skipta sér af laxeldinu og koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu:

„Við sem erum að tala máli íslenskrar náttúru erum fæst auðmenn. Við erum alls konar fólk með misjafnar tekjur en eigum það sameiginlegt að vilja vernda lífríkið og íslenska náttúru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“