fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirLeiðari

Aðvörun! Miðaldrakrísa í uppsiglingu, vinsamlega sýnið stillingu

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 13. janúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk kemst á miðjan aldur, svona upp úr fertugu, grípur það stundum ógurleg tilvistarkreppa og þetta er að sjálfsögðu vel þekkt.

Hjá körlum kallast kreppan „grái fiðringurinn“ og birtingarmyndirnar eru nokkuð staðlaðar þótt mennirnir sjálfir geti verið mjög ólíkir.

Dæmigerður nútímakarl í þessari miðaldrakrísu kemur sér úr löngu hjónabandi með undarlegri hegðun (því ekki ætlar hann að eiga frumkvæði að skilnaði).

Ef hann er ekki þegar búinn að niðurhala Tinder í snjallsímann þá er næsta skref að kaupa eitthvert farartæki. Til dæmis rándýrt reiðhjól og – auðvitað – kort í ræktina.

Hann ímyndar sér að framundan séu góðir tímar. Allskonar deit með allskonar konum, skrautlegt kynlíf og skemmtilegar íþróttaferðir með „strákunum“ en eftir sirka tvö til þrjú ár rennur það upp fyrir aumingja manninum að hann er ekkert betur settur án fjölskyldunnar og fyrrverandi. Pabbahelgarnar liðnar hjá og hundleiðinlegt að borða alltaf einn.

Konur í sömu krísu, sem við gætum kallað „fjólubláa fiðringinn“, hegða sér aðeins öðruvísi.

Fyrsta skrefið er vanalega einhver fegrunaraðgerð og/eða húðflúr, mikil sjálfskoðun og umbylting í mataræði en á sama tíma drekka þær ósköpin öll af rauð- og hvítvíni. Þær fara í jóga eða reiðhjólahópa og lýsa því svo háfleygt yfir að þær ætli ALDREI AFTUR Í SAMBÚÐ en á sama tíma fá allir Tinder-ræflarnir, sem ekki eru með góða innkomu, að fjúka til vinstri.

Það er svolítið merkilegt að hver árgangurinn á fætur öðrum skuli fara í gegnum þessa krísu.

Er ekki bara hægt að vara fólk við þessu eins og öðrum veðrabreytingum? Afhenda leiðbeiningabækling þegar menn koma í fyrstu blöðruhálsþreyfinguna í mars og konur fá fyrsta Vagifem-pakkann?

Skilnaður er kostnaðarsamt uppátæki og eftirleikurinn getur verið óskaplega flókinn. Að reyna að púsla saman nýrri heild með nýjum maka, hans/hennar uppkomnu börnum og fyrrverandi. Biddu fyrir þér.

Þá erum við fyrst að tala um alvöru tilvistarkreppu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“