fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Einar Örn orðinn 9. stærsti hluthafi TM

Félagið Einir á 2,76 prósenta hlut í tryggingafélaginu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. október 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingafélag í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, stækkaði eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM) í síðustu viku og á núna 2,76% hlut í tryggingafélaginu. Miðað við gengi bréfa TM í lok viðskipta í gær, mánudag, er markaðsvirði eignarhlutarins um 490 milljónir króna.

Eins og greint var frá í DV síðastliðinn föstudag byrjaði Einar Örn að kaupa bréf í TM fyrir nokkrum vikum í gegnum félagið Einir ehf., áður Einarsmelur, og átti það samtals 2,05% hlut samkvæmt hluthafalista tryggingafélagsins sem var birtur 6. október. Hann jók sem fyrr segir enn við eignarhlut sinn í TM í liðinni viku – um ríflega 0,7 prósentustig – sem þýðir að fjárfestingafélag hans er núna 9. stærsti hluthafi TM. Í samtali við DV sagði Einar Örn of snemmt að segja fyrir um hvort hann myndi byggja upp stærri stöðu í TM á næstunni, meðal annars í því skyni að sækjast eftir sæti í stjórn félagsins á aðalfundi á næsta ári, en á þessari stundu væru engin slík áform uppi.

Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóður og hlutabréfasjóður í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Þá á Helgafell ehf. og F eignarhaldsfélag, sem eru í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur, ríflega 6% hlut sem þýðir að félögin eru stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi TM. Sá sem stýrir fjárfestingum félaganna er Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group og eiginmaður Bjargar. Aðrir umsvifamiklir einkafjárfestar á meðal eigenda tryggingafyrirtækisins eru, fyrir utan fjárfestingafélag Einars Arnar, félögin Riverside Capital ehf., sem er í eigu Örvars Kærnested fjárfestis, með 2,63% hlut og Þrír GAP ehf., sem er í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, með 2,15% hlut. Örvar er jafnframt stjórnarformaður TM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum