fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Cosby þarf að sitja inni í allt að 10 ár

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn Bill Cosby var í dag dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi fyrir kynferðisafbrot gegn þremur konum.

Cosby var lengi vel einn vinsælasti gamanleikari Bandaríkjanna, var hann frægastur fyrir leik sinn sem Cliff Huxtable í The Cosby Show-þáttunum sem voru sýndir á níunda og tíunda áratugnum. Fréttir af kynferðisglæpum Cosby fóru að berast út árið 2014 og í kjölfarið hefur á sjötta tug kvenna stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun.

Cosby var fundinn sekur um brot gegn þremur konum í apríl síðastliðnum, byrlaði hann þeim ólyfjan og nauðgaði þeim, í dag var svo kveðinn upp endanlegur dómur og þarf hann að sitja bak við lás og slá í minnst þrjú ár en mest í tíu ár. Verður hann einnig skráður kynferðisglæpamaður það sem eftir lifir ævinnar, en hann er 81 árs gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“