fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Listi af orðum sem íslenskir unglingar nota en fullorðnir skilja ekki – Bröllur, nöllur og helluð á pjöllunni

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ósk Sveinsdóttir er í námi þar sem hún er að læra um orð sem íslenskir unglingar nota en fullorðið fólk skilur ekki. Í gær bað hún um aðstoð fólks á síðunni Beauty Tips um að segja sér frá slíkum orðum og stóðu viðbrögðin ekki á sér.

„Ég er í skóla og við erum að læra um þetta, en annars var þetta bara forvitni. Mörg af þessum orðum hef ég aldrei heyrt áður,“ segir Katrín í samtali við Bleikt.

Eins og fyrr sagði stóðu viðbrögðin ekki á sér og fékk Katrín heilan helling af orðum sem unglingar í dag nota í daglegu tali sem fullorðið fólk á í erfiðleikum með að skilja. Katrín gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta hluta af orðunum og útskýringar á þeim hér:

  • Ekki mölli: Ekki möguleiki
  • Fössari: Föstudagur
  • Hlella: Hleðslutæki
  • FYI: For Your Information
  • ASAP: As soon as possible
  • Gemmer: Gefðu mér
  • Frella: Frétta
  • Sry: Sorry
  • Grammið: Instagram
  • Rolex: Róleg
  • Tardi: Þroskaheftur
  • Nikkari: Nikotínsjokk
  • Rúffið: Þakið
  • Hax: Hagstætt
  • Letsa: Fara
  • Fröllur: Franskar
  • Bjöller: Bjór
  • Jóló: You only live once
  • Mood: eitthvað sem þú tengir við
  • Blekaður: Fullur
  • Farinn: Mjög fullur
  • Sleller: Sleikur
  • Deddý: Kynþokkafullur eldri maður
  • Blók: Gæi
  • E‘ha: Er það
  • Keddari: Tómatsósa
  • Flalla á Biffanum: Flöskuborð á B5
  • Nák: Nákvæmlega
  • Illað: Geðveikt
  • Lit: Flott
  • Silló: Sígarettur
  • Bröllur: Brauðstangir
  • Kvellari: Kveikjari
  • Frullur: Freðinn og fullur
  • Kolla: Kokteilsósa
  • Orsom: Eða eitthvað
  • Nennis: Nenni því ekki
  • Yeet: Þegar eitthvað dettur
  • Brallari: Brjóstahaldari
  • Nöllur: Nærbuxur
  • Hrallari: Hraðbanki
  • Hurraðu: Drífðu þig
  • Gg: Geggjað
  • Að vera helluð á pjöllunni: Vera vel drukkin
  • Gmt: Gera mig til
  • Seim: Sammála

Nú ættu fullorðna fólkið og unglingarnir loksins að geta átt eðlilegar samræður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 18 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.