fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Útgerðarkóngur meðal einstaklinga í Panamagögnunum: „Ég hef aldrei heyrt þetta nafn áður“

Fjölmargir aðilar tengdir sjávarútvegi í Panamaskjölunum

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. október 2016 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef aldrei heyrt þetta nafn áður. Ég skil ekki hvernig ég á að tengjast þessu. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu,“ segir Jakob Valgeir Flosason, eigandi einnar af kvótahæstu útgerðum landsins en nafns hans er að finna í Panamaskjölunum svokölluðu, ásamt nöfnum fjölmargra annarra Íslendinga sem tengjast sjávarútvegi og fisksölu. Þetta kemur fram á vef Reykjavík Media í kvöld.

„Ég átti ekki neitt slíkt; ég skil ekki hvað þú ert að tala um,“ segir Jakob Valgeir jafnframt aðspurður um málið en fram kemur að útgerðarfyrirtæki hans, Jakob Valgeir í Bolungarvík skilaði 850 milljón króna hagnaði í fyrra. Er nafn hans tengt við aflandsfélagið Aragon Partners Inc. í Panama

Annar aðili í sjávarútvegi sem kemur við sögu í gögnunum er Guðmundur Steinar Jónsson, einn af Sjólaskipssystkinunum svokölluðu, sem tengdur er við aflandsfélagið fChampo Consulting Ltd. á Tortólu.
Auk Guðmundar má finna þrjú önnur af systkinunum úr Sjólaskipum í Panamagögnunum.

„Ég hef ekkert um þetta að segja. Þetta er bara mitt mál,“ segir Guðmundur Steinar aðspurður um málið.

Fram kemur á vef Reykjavík Media að mörg gagnanna séu frá tímabilinu 2010 til 2014 sem þýðir að notkun sumra félaganna á aflandsfélögum í skjattaskjólum stöðvaðist ekki við efnahagshrunið.

Dæmi um það eru nýjustu gögnin um aflandsfélagið Freezing Point Corp, sem í eigu Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Þau gögn eru einungis tveggja ára gömul en félagið var stofnað í Panama árið 2009.

Fram kemur að félagið hafi á árunum 2010 og 2001 gefið út reikninga upp á tæplega 40 milljónir íslenskra króna sem stílaðir voru á fyrirtæki á Kýpur. Ekki er tekið fram í hverju þjónusta umrædds Panamafélags felst en við skoðun á reikningum kemur fram að hluti upphæðarinnar var lagður inn á bankareikning Freezing Point aflandsfélagsins, sem reiðufé.

Þá vekur athygli að í ágúst 2014 er starfsmanni sænska Nordea bankans í Lúxemborg veitt umboð til að stýra félaginu fyrir Sigurð Gísla og ber sá starfsmaður sama nafn og sá sem sem skráður sem stjórnandi félagsins á Kýpur: Sveinn Helgason.

Hér má finna umfjöllun Reykjavík Media í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós