fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Íslandspóstur fær 500 milljónir frá ríkinu vegna samdráttar í bréfsendingum: „Rekstrarhagfræði sem enginn skilur“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. september 2018 15:38

Mynd/ARN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir ennfremur:

„Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins og hefur félagið rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun sem kveður á um að það skuli gegna skyldum ríkisins skv. lögum um póstþjónustu. Í því felst m.a. að félagið fer með einkarétt ríkisins til að sinna póstþjónustu, þ.e. póstsendingar bréfa allt að 50 g., og sinnir alþjónustu fyrir hönd ríkisins til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu með skilgreindum gæðum og á viðráðanlegu verði. Nær alþjónustuskyldan til sendinga allt að 20 kg. Með lánveitingunni tryggir ríkið tímabundið möguleika félagsins til að standa undir þessum skyldum.“

Rekstrarhagfræði sem enginn skilur

„Við höfum lengi gagnrýnt Íslandspóst fyrir að sýna ekki fram á það með óyggjandi hætti að ekki sé verið að nota hagnað af einkaréttarþjónustunni til þess að niðurgreiða samkeppnisrekstur. Félagsmenn okkar og allur almenningur í landinu eru að greiða póstútburðargjöld. Gjaldskrá Íslandspóst í einkarétti hækkar stöðugt og hefur tekið gríðarlegum hækkunum á undanförnum árum. Á sama tíma hækkar gjaldskrá fyrirtækisins í samkeppnisrekstri lítið sem ekkert, þrátt fyrir að kostnaðarliðirnir séu iðulega þeir sömu. Þetta er rekstrarhagfræði sem enginn skilur,“

sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekenda, þegar Íslandspóstur hækkaði gjaldskrá sína um 8 prósent á dögunum.

Sjá nánar: Afkoma Íslandspósts versnar – Fækkun bréfasendinga kennt um

 

Samdráttur í bréfsendingum leiðir til ósjálfbærni í rekstri

Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir ennfremur:

Undanfarinn áratug hefur bréfasendingum farið ört fækkandi um allan heim. Á sama tíma hefur netverslun rutt sér til rúms og pakkasendingum fjölgað. Tekjur af bréfasendingum vegna alþjónustu hafa dregist saman á sama tíma og dreifikerfið hefur stækkað með fjölgun íbúða og fyrirtækja, en auknar tekjur af pakkasendingum hafa ekki dugað til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Þessi þróun hefur haft neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins. Þótt eiginfjárstaða sé enn sterk þarf að styrkja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar eigi það að geta gegnt hlutverki sínu. Mörg nágrannaríki hafa glímt við sambærilega þróun og eru nýleg dæmi í Evrópu um að póstfyrirtæki í ríkiseigu hafi fengið hlutafjáraukningu, lánafyrirgreiðslu eða beina rekstrarstyrki til að bregðast við áhrifum þessarar þróunar. 

Íslandspóstur þarf á fjármagni að halda til að viðhalda rekstrarfjármunum sem og til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Þrátt fyrir aukna lántöku undanfarin ár er þörf á meira lausafé, allt að 500 m.kr., til að standa undir skuldbindingum næstu mánuðina og fyrirsjáanlegum taprekstri á yfirstandandi ári, m.a. vegna mikillar fækkunar bréfa, og hefur félagið leitað til ríkisins um fyrirgreiðslu vegna þess. Ljóst er að móta þarf framtíðarstefnu og áætlun um hvernig haga beri póstþjónustu þannig að hún verði sjálfbær. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem ráðuneyti póstmála vinnur að endurskoðun gildandi lagaramma til að tryggja góða póstþjónustu um allt land.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn