fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hæstiréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Gunnari Erni

Varð Karli Birgi Þórðarsyni að bana á Akranesi í október í fyrra

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 27. október 2016 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands staðfesti í morgun að Gunnar Örn Arnarson skyldi dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið Karli Birgi Þórðarsyni að bana á Akranesi í október í fyrra. Þetta kemur fram á vef RÚV.. Gunnar var ákærður fyrir að hafa orðið Karli Birgi að bana með því að herða að hálsi hans með höndum og með því að bregða beltisól og fatareim um hálsinn á honum og herða að. Karl Birgir lést fimm dögum eftir árásina.

Í frétt DV frá því í október 2015 segir að Gunnar hafi yfirgefið vettvang á meðan að lögreglu- og sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun á fórnarlambi árásarinnar. Þá hafi Gunnar verið handtekinn skömmu síðar þar sem hann var staddur á strætóbiðstöð á Akranesi. Var hann þá áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa flösku af Jägermeister í fórum sínum. Í frétt Vísis er haft eftir saksóknara að Gunnar hafi hringt í eiginkonu sína og sagt: „Sæl, elskan. Hann er dauður. Ég elska þig.“

Samvæmt frétt RÚV fór Gunnar Örn fram á að dómurinn við héraðsdóm yrðir ómerktur með þeim rökum að mat héraðsdóms á munnlegum framburði sínum hafi verið rangur. Hæstiréttur bendir á að í þeim dómi kemur fram að framburður hans hafi frá upphafi verið ruglingslegur og á reiki um aðdraganda þess að Karl fannst meðvitundarlaus og með reim um hálsinn á heimili Gunnars.

„Hann hafi einnig orðið margsaga í fjölmörgum og veigamiklum atriðum um atburði þá sem urðu á heimilinu þennan dag, auk þess sem framburður ákærða beri þess skýr merki að hann hafi leitast við að laga framburðinn að nýjum upplýsingum eftir því sem þær komu fram,“ segir í dómi Hæstaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum