fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Munurinn á vöxtunum á Íslandi og í Færeyjum

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem ég man eftir Ólafi Ísleifssyni fyrir ekki svo mörgum árum var að hann var býsna evrópusinnaður. Nú er hann orðinn þingmaður Flokks flokksins og ég veit ekki með evrópustefnuna. Flokkur fólksins virkar ekkert sérlega mikið á evrópulínunni.

En Ólafur hefur fengið uppljómun varðandi vextina á Íslandi. Hann segir að afnema verði verðtryggingu og lækka vexti. Það þurfi að auka samkeppni í bankakerfinu. Ólafur hefur fengið samanburð í litlu nágrannalandi.

Helst erlend tengsl. Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7 prósent til 20 ára.

Færeyjar já. Færeyingar hafa sína eigin krónu. En hún er bara til málamynda. Hún er í raun danska krónan, alveg jafngild henni. Seðlarnir eru bara færeyskir. Og danska krónan er tengd við evruna í gegnum svokallað ERM2.

Og þarf varla að leita frekari skýringa á lágu vaxtastigi á eyjunum.

Hvað sem öðru líður er stjórn okkar yfir eigin gjaldmiðli nokkuð dýru verði keypt. En þessi er þá að geta að ekkert bendir til annars en að Íslendingar vilji almennt greiða það gjald.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar