fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Maðurinn sem uppgötvaði Bob Dylan: „Hann hefði átt að fá Nóbelinn fyrir 30-40 árum“

Izzy Young lofsyngur Bob Dylan

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. október 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann hefði átt að fá verðlaunin fyrir 30 til 40 árum. Hann veit hvað hann er að segja, sér hvað er að gerast í kringum hann og hann er fjári, fjári góður með orð,“ segir Izzy Young um félaga sinn, tónlistarmanninn Bob Dylan sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum í morgun.

Segja má að Izzy sé ein af ástæðum þess að Bob Dylan er það sem hann er í dag. Izzy, sem er 88 ára, rak á sínum tíma plötuverslun, Folklore Center í New York, en þar var Dylan tíður gestur í upphafi sjöunda áratugar liðinnar aldar.

Ágætur kunningsskapur tókst á með þeim Izzy og Dylan og fór svo að Dylan lét hann hafa þrjú lög sem hann hafði samið til að hlusta á. Izzy var stjórnandi vinsæls útvarpsþáttar í New York á þessum tíma og spilaði hann lögin eftir Dylan í þætti sínum.

Það var svo árið 1961 að Izzy skipulagði fyrstu alvöru tónleika Dylans í Carnegie Chapter Hall þann 4. nóvember það ár. Hjólin á mögnuðum ferli Dylans fóru að snúast eftir þetta og árið 1962 gaf hann út sína fyrstu plötu, Bob Dylan.
Izzy fluttist til Svíþjóðar árið 1973 þar sem hann hefur búið allar götur síðan. The Local í Svíþjóð hitti Izzy í dag og spurði hann út í nýjasta Nóbelsverðlaunahafann í bókmenntum. Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri