fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Margrét og Katrín eru á skjálftasvæðinu í Indónesíu – „Þetta er það svakalegasta sem ég hef lent í“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 00:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti að stærð sjö reið yfir í gær kl. 18.46 að staðartíma á Lombok eyju í Indónesíu. Að minnsta kosti 82 eru látnir, mörg hundruð slasaðir og eignatjón er gífurlegt.

Vinkonurnar Margrét Helgadóttir og Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir eru staddar á skjálftasvæðinu, en þær komu til Indónesíu 12. júlí síðastliðinn í það sem átti að vera skemmti- og dekurferð.

„Þetta er hrikalegt, við vorum alveg á skjálftasvæðinu. Lombok er alveg við eyjuna sem við erum á. Hótelið okkar er ónýtt, segir Margrét í samtali við DV, en hún veit ekki af fleiri Íslendingum á svæðinu.

Mynd tekin þann 24. júlí.

 

Aðeins er vika síðan jarðskjálfti að stærð 6,4 reið yfir eyjuna, en þá létust 14 manns og 162 særðust. Þær vinkonur sváfu þann skjálfta hins vegar af sér.

Margrét og Katrín eru staddar 40 km frá upptökum skjálftans í dag. Segir Margrét þær ekki fá upplýsingar um neitt og ekki vita neitt hvað tekur við. Í nótt sváfu þær á ströndinni við hlið hótels þeirra, ásamt fjölda annarra, á dýnum með lak.

Kort frá U.S. Geological Survey sýnir skjálftamiðju jarðskjálftans á sunnudag.

„Þetta er það svakalegasta sem ég hef lent í og við erum að reyna að komast af þessari eyju,“ segir Margrét, sem segir föður sinn ætla að taka við Utanríkisráðuneytið í dag.

Lombok er vinsæl meðal ferðamanna, en jarðskjálftinn fannst einnig vel á eyjunni Bali, sem er einn eftirsóttasti ferðamannastaður Indónesíu.

Mikil hræðsla greip um sig meðal heimamanna og ferðamanna þegar jarðskjálftinn og eftirskjálftar hans riðu yfir, en skjálftanum fylgdu margir eftirskjálftar, sumir þeirra yfir fimm á stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós