fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Rennslið er enn að aukast og hefur ekki náð hámarki

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 11:06

Mynd: NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rennslið í Skaftá við Sveinstind var komið í 1.350 rúmmetra á sekúndu rétt fyrir klukkan tíu í morgun og var þá enn í vexti, en þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þá hafði vatnshæð aukist um 430 sentímetra á nítján klukkustundum.

Rennslið virðist enn vera að aukast við Sveinstind, þótt ferillinn hafi beygt af og sjálfsagt sé vatn nú farið að renna út í hraunið þannig að taka verður rennslistölum með varúð. Í hlaupinu 2015 var aukning vatnshæðar um 570 cm á 25 tímum og mælirinn sýndi rúmlega 2000 rúmmetra á sekúndu við hámarkið.

Ríkislögreglustjóri hafði gripið í gær til veglokana vegna hlaupsins úr eystri Skaftárkatli og, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsti yfir óvissustigi almannavarna.

Flogið verður yfir svæðið í dag og nánari upplýsingar verða gefnar síðar. Enn gætu því verið nokkrir klukkutímar í hámarkið við Sveinstind í hlaupinu sem nú stendur yfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“