fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Reifa mögulegar takmarkanir á landakaupum útlendinga – Segja forkaupsrétt sveitarfélaga „póli­tískt álita­efni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 19:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttarlögmennirnir Guðjón Ármannsson og Víðir Smári Petersen skrifa um mögulegar takmarkanir á jarðakaupum erlendra aðila í Morgunblaðið í dag. Í fyrri grein sinni á þriðjudag sögðu þeir óþarfi að taka undir fullyrðingar sem heyrðust í umræðunni um að útlendingar gæti keypt upp stóran hlut landsins ásamt orkuauðlindum þess, þar sem regluverkið byði ekki endilega upp á það.

Hinsvegar sögðu þeir ýmsa hnökra felast í lögum um veiðiréttindi  er snúa að laxi og silungi.

Í grein sinni í dag fara þeir yfir nokkur úrræði sem koma til greina í viðleitninni til að bregðast við aðilaskiptum að landi.

Jarðakaup með skattfé pólitískt álitaefni

Nefnt er að forkaupsréttur sveitarfélaganna standi og falli með fjárráðum þeirra og álitaefni sé hvort hægt sé að réttlæta slík fjárútlát með skattfé:

„Hvað mögu­leg­an for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga varðar þarf að hafa í huga að stór­ar búj­arðir eru í mörg­um til­vik­um inn­an sveit­ar­fé­laga sem hafa tak­mörkuð fjár­ráð og geta vart staðið í kaup­um á jörðum í stór­um stíl. Mögu­lega þyrfti aðkomu rík­is­sjóðs í slík­um til­fell­um. Það er svo póli­tískt álita­efni í hvaða til­vik­um er rétt­læt­an­legt að ráðstafa skatt­fé al­menn­ings til eigna­kaupa af þessu tagi.“

Þá er einnig nefnt að hægt væri að koma í veg fyrir að lax- og silungsveiðiréttindi söfnuðust á fárra hendur:

„Mögu­lega mætti út­færa for­kaups­rétt op­in­berra aðila þannig að svig­rúm væri til að beita hon­um ein­göngu að lax- og sil­ungsveiðirétt­ind­um að til­tekn­um skil­yrðum upp­fyllt­um. Þetta gæti einna helst komið til greina þegar einn aðili er við það að ná meiri­hluta at­kvæða í til­teknu veiðifé­lagi. Með þess­ari út­færslu þyrftu hinir op­in­beru aðilar ekki að kaupa stór landsvæði sam­hliða kaup­um á hinni mik­il­vægu auðlind sem veiðirétt­ur­inn sann­ar­lega er. Ef ágrein­ing­ur væri um verð fyr­ir rétt­ind­in væri eðli­legt að mats­nefnd sem starfar á grund­velli lax- og sil­ungsveiðilaga hefði úr­sk­urðar­vald um kaup­verð veiðirétt­ind­anna. Þá þyrfti jafn­framt að huga að frek­ari út­færslu­atriðum til þess að skerða ekki hags­muni kaup­anda og selj­anda um of.“

Nefnt er að útfærslan gæti tekið mið af umhverfissjónarmiðum:

„Útfæra mætti þetta nán­ar með hliðsjón af land­nýt­ing­ar- og um­hverf­is­sjón­ar­miðum, t.d. þannig að ef jörðin kæm­ist aft­ur í ábúð hefði eig­andi henn­ar inn­lausn­ar­rétt á veiðirétt­in­um, þ.e. hann gæti keypt hann til baka af hinum op­in­bera aðila á matsvirði. Í fyrri grein und­ir­ritaðra var jafn­framt minnst á þann mögu­leika að ráðast í aðrar breyt­ing­ar á lax- og sil­ungsveiðilög­gjöf. Þá mætti huga að minni­hluta­vernd í rík­ari mæli en nú er gert, t.d. þannig að ákveðinn hluti fé­lags­manna veiðifé­lags geti við til­tekn­ar aðstæður þvingað fram út­leigu veiðirétt­inda á viðkom­andi vatna­sviði.

Hinn val­kvæði for­kaups­rétt­ur sem getið er hér að fram­an gæti einnig tekið til fleiri mik­il­vægra auðlinda á borð við jarðhita- og vatns­rétt­inda þannig að op­in­ber­ir aðilar gætu keypt viðkom­andi auðlind­ir ein­ar og sér.“

 

Greinin í heild sinni:

„Umræða um eign­ar­hald að ís­lensku jarðnæði og auðlind­um er fjarri því að vera ný af nál­inni. Árið 1919 voru samþykkt lög á Alþingi sem fólu í sér að til þess að eiga fast­eign­ir á Íslandi þyrfti viðkom­andi að eiga heim­il­is­festi hér á landi. Lög­in fólu þannig í sér bú­setu­skil­yrði en þjóðernið skipti ekki máli. Árið 1923 tóku gildi vatna­lög en í þeim fólst meðal ann­ars að óheim­ilt var að skilja veiðirétt frá bújörðum. Var það gert til að bregðast við þeirri staðreynd að bænd­ur höfðu þá unn­vörp­um selt veiðirétt frá jörðum sín­um.

Nú­gild­andi lög um eign­ar­rétt og af­nota­rétt að fast­eign­um eru að grunni til frá ár­inu 1966. Al­mennt verður sá sem vill eign­ast land á Íslandi að vera ís­lensk­ur rík­is­borg­ari. Ákveðnar sérregl­ur gilda um fyr­ir­tæki og lögaðila sem ekki verður fjallað sér­stak­lega um hér. Þeir sem ekki eru ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar og vilja eign­ast land eða aðra fast­eign hér á landi verða að sækja um það til dóms­málaráðuneyt­is­ins og get­ur dóms­málaráðherra veitt und­anþágu frá bann­inu. Þrátt fyr­ir um­rædda meg­in­reglu um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt gild­ir sú und­an­tekn­ing að þeir sem búa í ríkj­um á Evr­ópska efna­hags­svæðinu geta keypt land án þess að sækja um leyfi til ráðuneyt­is­ins. Viðkom­andi ein­stak­ling­ar þurfa ekki að vera rík­is­borg­ar­ar í EES-ríki, held­ur næg­ir þeim að vera þar með bú­setu. Þeir sem hafa bú­setu í EES-ríki hafa því sama rétt og ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar til fast­eigna­kaupa. Und­an­tekn­ing­in ger­ir það að verk­um að rúm­lega 500 millj­ón manns geta keypt land og aðrar fast­eign­ir hér á landi með sömu skil­yrðum og ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar. Eru þá ótald­ir þeir mögu­leik­ar þar sem ein­stak­ling­ar geta keypt fast­eign­ir í gegn­um fyr­ir­tæki og fé­lög.

Dan­mörk og Nor­eg­ur

Í Dan­mörku og Nor­egi eru til staðar um­fangs­meiri tak­mark­an­ir við aðila­skipt­um að fast­eign­um en hér á landi. Í Nor­egi þarf t.d. að afla leyf­is rík­is­ins fyr­ir kaup­um á viss­um flokk­um land­búnaðar- og skóg­rækt­ar­lands, auk þess sem sækja þarf um leyfi til að eign­ast land og aðrar fast­eign­ir á svæðum sem hafa verið skil­greind þannig að ákjós­an­legt sé að tryggja þar heils­árs­bú­setu. Eft­ir­lits­stofn­un EFTA komst að þeirri niður­stöðu í ákvörðun frá 2012 að um­rætt bú­setu­skil­yrði norskra laga væri lög­mætt.

Í Dan­mörku gild­ir sú regla að sá sem vill eign­ast land eða aðra fast­eign þar í landi verður að hafa bú­setu í land­inu, eða hafa áður haft bú­setu þar í a.m.k. fimm ár. Und­anþága gild­ir um rík­is­borg­ara EES-ríkja, en þeir geta keypt land eða aðrar fast­eign­ir án leyf­is rík­is­ins ef kaup­in eru ætluð fyr­ir heils­árs­bú­setu kaup­and­ans eða þegar kaup­in eru nauðsyn­leg fyr­ir sjálf­stæðan at­vinnu­rekst­ur hans eða þjón­ustu sem hann ætl­ar sér að veita í Dan­mörku. Bæði í Dan­mörku og Nor­egi eru síðan sett­ar frek­ari tak­mark­an­ir í lög­um við aðila­skipt­um að land­búnaðarlandi, en þar er m.a. mælt fyr­ir um skyldu til þess að halda jörðum í ábúð eft­ir aðila­skipti.

Umræðuskjal Evr­ópu­sam­bands­ins

Rétt­ur­inn til þess að kaupa land og aðrar fast­eign­ir hér á landi fell­ur inn­an fjór­frels­is EES-samn­ings­ins. Ekki get­ur því komið til greina að leggja bann við því að út­lend­ing­ar, sem bú­sett­ir eru á EES-svæðinu, kaupi fast­eign­ir hér á landi. Á hinn bóg­inn er viður­kennt í Evr­ópu­rétti að rétt­ur­inn að þessu leyti geti sætt tak­mörk­un­um.

Í októ­ber 2017 gaf fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins út umræðuskjal (2017/​C 350/​05) sem hafði að mark­miði að skýra út það lagaum­hverfi Evr­ópu­rétt­ar sem gild­ir um kaup á land­búnaðarlandi og gefa ákveðnar leiðbein­ing­ar um það hvernig aðild­ar­ríki geti hagað laga­setn­ingu að þessu leyti. Í skjal­inu kem­ur fram að vegna hins sér­staka eðlis land­búnaðar­lands megi tak­marka kaup er­lendra aðila að slíku landi. Lyk­il­atriði væri að regl­ur um slík­ar tak­mark­an­ir stefndu að lög­mætu mark­miði, s.s. að þróa og viðhalda hag­kvæmu land­búnaðar­kerfi, og að ekki væri gengið lengra í slík­um tak­mörk­un­um en nauðsyn­legt væri til að ná þeim mark­miðum. Í umræðuskjal­inu eru jafn­framt í dæma­skyni nefnd­ir ýms­ir mögu­leik­ar við út­færslu tak­mark­ana á kaup­um á land­búnaðarlandi, en sjón­ar­mið að þessu leyti hafa mót­ast í fram­kvæmd Evr­ópu­dóm­stóls­ins. Í skjal­inu kem­ur m.a. fram að það geti staðist að gera kröfu um að aðila­skipti að land­búnaðarlandi þurfi að hljóta samþykki til­tek­inna yf­ir­valda. Skil­yrðin fyr­ir slíku samþykki þurfi þó að vera skýr, ná­kvæm og gagn­sæ. Þá er talið stand­ast að veita til­tekn­um aðilum for­kaups­rétt ef það hef­ur að mark­miði að halda land­inu í eigu bænda og í land­búnaðarnot­um. Enn frem­ur get­ur verið lög­mætt að gera það að skil­yrði að viðkom­andi land hald­ist í land­búnaðarnot­um í kjöl­far kaup­anna.

Í þessu sam­bandi má nefna að í gild­istíð hinna eldri ís­lensku jarðalaga, sem giltu til árs­ins 2004, var mælt fyr­ir um tvenns kon­ar tak­mark­an­ir á aðila­skipt­um að land­búnaðarlandi sem Evr­ópu­sam­bandið nefn­ir í dæma­skyni í fyrr­nefndu skjali. Ann­ars veg­ar þurfti sveit­ar­stjórn að samþykkja slík aðila­skipti og hins veg­ar nutu sveit­ar­fé­lög for­kaups­rétt­ar að bújörðum. Ef end­ur­vekja ætti skil­yrðið um samþykki sveit­ar­fé­laga þyrfti þó að setja með skýr­um hætti fram þau atriði sem sveit­ar­stjórn á að horfa til þegar metið er hvort heim­ila eigi aðila­skipt­in. Um mögu­lega út­færslu á nýju for­kaups­rétt­ar­á­kvæði er fjallað síðar í grein­inni.

Mögu­leg­ar út­færsl­ur á tak­mörk­un­um

Sam­kvæmt því sem að fram­an grein­ir er ljóst að lög­gjaf­inn get­ur gengið lengra í að tak­marka aðila­skipti að landi en leiðir af nú­gild­andi lög­gjöf. Ef vilji er til þess af hálfu lög­gjaf­ans að ráðast í breyt­ing­ar þarf þó að huga að nokkr­um atriðum. Byrja þarf á því að skil­greina þau mark­mið sem lög­gjaf­inn vill stefna að. Á að tak­marka heim­ild­ir er­lendra aðila sem ekki hafa bú­setu hér á landi til að kaupa landsvæði sem er hent­ugt til land­búnaðar eða er mark­miðið að koma í veg fyr­ir kaup á auðlind­um sem fylgja viðkom­andi landi? Ýmsar leiðir geta komið til greina til þess að ná um­rædd­um mark­miðum.

Ef tak­marka ætti með al­menn­um hætti fjár­fest­ing­ar er­lendra aðila sem ekki hafa bú­setu hér á landi mætti sækja fyr­ir­mynd­ir til Dan­merk­ur og Nor­egs, sem eru þau ríki sem við helst horf­um til þegar kem­ur að laga­setn­ingu. Jafn­framt þyrfti að hafa hliðsjón af þeim sjón­ar­miðum sem fram hafa komið í áður­nefndu umræðuskjali fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Með hliðsjón af fjölda jarða hér á landi og rækt­un­ar­skil­yrðum er þó óraun­hæft að setja aðila­skipt­um þau skil­yrði að kaup­andi taki jörð til ábúðar í öll­um til­vik­um, en aðrar leiðir gætu þá komið til greina. Ekki má held­ur gleyma því að víða um land má finna dæmi um metnaðarfulla upp­bygg­ingu búj­arða í eigu er­lendra aðila, t.a.m. á sviði hesta­mennsku.

Hvað mögu­leg­an for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga varðar þarf að hafa í huga að stór­ar búj­arðir eru í mörg­um til­vik­um inn­an sveit­ar­fé­laga sem hafa tak­mörkuð fjár­ráð og geta vart staðið í kaup­um á jörðum í stór­um stíl. Mögu­lega þyrfti aðkomu rík­is­sjóðs í slík­um til­fell­um. Það er svo póli­tískt álita­efni í hvaða til­vik­um er rétt­læt­an­legt að ráðstafa skatt­fé al­menn­ings til eigna­kaupa af þessu tagi.

Í fyrri grein und­ir­ritaðra var vikið að því að áhugi er­lendra aðila bein­ist að miklu leyti að lax- og sil­ungsveiðirétt­ind­um. Mögu­lega mætti út­færa for­kaups­rétt op­in­berra aðila þannig að svig­rúm væri til að beita hon­um ein­göngu að lax- og sil­ungsveiðirétt­ind­um að til­tekn­um skil­yrðum upp­fyllt­um. Þetta gæti einna helst komið til greina þegar einn aðili er við það að ná meiri­hluta at­kvæða í til­teknu veiðifé­lagi. Með þess­ari út­færslu þyrftu hinir op­in­beru aðilar ekki að kaupa stór landsvæði sam­hliða kaup­um á hinni mik­il­vægu auðlind sem veiðirétt­ur­inn sann­ar­lega er. Ef ágrein­ing­ur væri um verð fyr­ir rétt­ind­in væri eðli­legt að mats­nefnd sem starfar á grund­velli lax- og sil­ungsveiðilaga hefði úr­sk­urðar­vald um kaup­verð veiðirétt­ind­anna. Þá þyrfti jafn­framt að huga að frek­ari út­færslu­atriðum til þess að skerða ekki hags­muni kaup­anda og selj­anda um of.

Mark­miðið með fram­an­greindri leið væri ávallt að koma í veg fyr­ir að lax- og sil­ungsveiðirétt­indi söfnuðust á fárra hend­ur. Útfæra mætti þetta nán­ar með hliðsjón af land­nýt­ing­ar- og um­hverf­is­sjón­ar­miðum, t.d. þannig að ef jörðin kæm­ist aft­ur í ábúð hefði eig­andi henn­ar inn­lausn­ar­rétt á veiðirétt­in­um, þ.e. hann gæti keypt hann til baka af hinum op­in­bera aðila á matsvirði. Í fyrri grein und­ir­ritaðra var jafn­framt minnst á þann mögu­leika að ráðast í aðrar breyt­ing­ar á lax- og sil­ungsveiðilög­gjöf. Þá mætti huga að minni­hluta­vernd í rík­ari mæli en nú er gert, t.d. þannig að ákveðinn hluti fé­lags­manna veiðifé­lags geti við til­tekn­ar aðstæður þvingað fram út­leigu veiðirétt­inda á viðkom­andi vatna­sviði.

Hinn val­kvæði for­kaups­rétt­ur sem getið er hér að fram­an gæti einnig tekið til fleiri mik­il­vægra auðlinda á borð við jarðhita- og vatns­rétt­inda þannig að op­in­ber­ir aðilar gætu keypt viðkom­andi auðlind­ir ein­ar og sér.

Hvað sem öllu fram­an­greindu líður er a.m.k. ljóst að lög­gjaf­inn get­ur valið úr mörg­um leiðum ef vilji er til þess að breyta nú­gild­andi lög­gjöf. Nauðsyn­legt er að skoða málið heild­stætt og út frá þeim hags­mun­um sem eru í húfi og þeim mark­miðum sem lög­gjaf­inn vill stefna að. Þá þarf að gaum­gæfa við þessa vinnu hvort ákveðnar út­færsl­ur gangi of langt í að tak­marka fjór­frels­isákvæði EES-samn­ings­ins, en eins og áður er nefnt er þó ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að Evr­ópu­rétti að gera tak­mark­an­ir á aðila­skipt­um að land­búnaðarlandi ef það er nauðsyn­legt í þágu al­manna­hags­muna og ekki er gengið lengra með tak­mörk­un­inni en nauðsyn­legt er til að ná því mark­miði sem að er stefnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum