fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Eyjan

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. júní 2025 11:08

Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, og Ragnar Árnason, einn af stofnendum YAY og framkvæmdastjóri Yayland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.

Með stofnun félagsins verður til leiðandi fjártæknifyrirtæki með mikla reynslu, þekkingu og sérhæfingu í inneignarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. YAY hefur á undanförnum árum markað sér sterka stöðu sem eitt fremsta fjártæknifyrirtæki landsins, meðal annars með útgáfu Ferðagjafarinnar fyrir íslenska ríkið, rekstri gjafabréfaappsins YAY, og með þjónustu við yfir 250 fyrirtæki og samstarfsaðila. Á sama tíma hefur Landsbankinn haldið úti traustri gjafakortaþjónustu fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í formi inneignarkorta, með sterkum innviðum og áratugareynslu í dreifingu og þjónustu, eins og segir í fréttatilkynningu.

 „Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að þróa og stýra inneignarkortum fyrir fyrirtæki – hvort sem það eru gjafakort, styrktarkerfi eða umbunarkerfi. Yayland verður leiðandi fjártæknifyrirtæki á Íslandi á þessu sviði og við hlökkum til að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki og stofnanir með snjöllum, stafrænum lausnum,“ segir Ragnar Árnason, einn af stofnendum YAY og framkvæmdastjóri Yayland.

„Við erum spennt fyrir samstarfinu við YAY í gegnum Yayland. Það er mikil þróun í inneignarkortum og spennandi tækifæri til að nýta stafræna dreifingu korta. Með samstarfinu sameinum við krafta okkar í inneignakortum og nýtum sameiginlega styrkleika og reynslu til að bjóða fyrirtækjum sem hafa inneignarkort í sínu vöruframboði aukinn sveigjanleika og fjölbreyttari útfærslur fyrir sína viðskiptavini,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Úrval lausna sem Yayland mun bjóða verður fjölbreytt, hvort sem fyrirtæki vilja gefa út plastkort, stafræn kort, greiðslukort, nota strikamerki eða QR-kóða eða kaupa gjafabréf fyrir viðskiptavini eða starfsfólk.

Félagið mun mæta þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og jafnt þeim sem vilja hefðbundna útfærslu eða nýjustu stafrænu kerfin. Lausnirnar eru skalanlegar, öruggar og byggja á áralangri innsýn í þarfir markaðarins og notenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Enn eru fornmenn á ferð

Enn eru fornmenn á ferð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Itera á Íslandi

Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Itera á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Formaður Samtaka í sjávarútvegi segir af sér – klofningur í röðum sægreifa vegna hroka og græðgi sumra þeirra

Orðið á götunni: Formaður Samtaka í sjávarútvegi segir af sér – klofningur í röðum sægreifa vegna hroka og græðgi sumra þeirra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur segir sig frá formennsku SFS – Tæpir 3 mánuðir frá kjöri

Guðmundur segir sig frá formennsku SFS – Tæpir 3 mánuðir frá kjöri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan fær að heyra það fyrir að kvarta undan vinnu á sunnudegi – „Háttvirtir aumingjar“

Stjórnarandstaðan fær að heyra það fyrir að kvarta undan vinnu á sunnudegi – „Háttvirtir aumingjar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Oddný var ekki látin vita að hún yrði ráðherra – „Það kom yfir mig einhver svona dauðadoði“

Oddný var ekki látin vita að hún yrði ráðherra – „Það kom yfir mig einhver svona dauðadoði“