fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Margir óhæfir ökumenn í umferðinni

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. september 2016 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og snéru mörg verkefnin að ökumönnum í annarlegu ástandi.

Klukkan 21.20 í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Sólheima og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn mun áður hafa verið tekinn fyrir sömu sakir.

Á þriðja tímanum í nótt voru tveir ökumenn stöðvaðir, annars vegar á Sæbraut við Höfða og hins vegar í Ármúla. Sá fyrrnefndi er grunaður um ölvun við akstur og að aka sviptur ökuréttindum en sá síðarnefndi er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá hafði í ofanálag aldrei tekið bílpróf. Á fjórða tímanum í nótt var ökumaður stöðvaður á Háaleitisbraut og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp á Geirsgötu og er tjónvaldur þar grunaður um ölvunarakstur. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Loks hafði lögregla afskipti af ökumanni við Gullinbrú rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Ökumaðurinn, ung kona, er grunuð um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og þá var hann hún svipt ökuréttindum. Konan er einnig grunuð um rangar sakargiftir, en að sögn lögreglu leikur grunur á að hún hafi gefið upp nafn systur sinnar þegar lögregla hafði af henni afskipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum