fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Skálmöld og Meistarar dauðans spiluðu fyrir fullu húsi – „Svona stuðningur stóru strákanna við grasrótina er ómetanlegur og móttökurnar frábærar“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. júlí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skálmöld hélt tvenna tónleika á Gauknum síðastliðinn föstudag. Langt er orðið síðan Skálmöld hélt síðast tónleika á heimaslóðum og tóku aðdáendur vel við sér.

Að eigin sögn eru Skálmaldarmenn í sínu kjörumhverfi á Gauknum, þar spiluðu þeir sína fyrstu tónleika og allir þeir sem hafa sótt Skálmaldartónleika á Gaukinn vita vel að þar myndast stemning sem er hvergi annars staðar að finna.

Skálmöld til fulltingis var hljómsveitin Meistarar dauðans sem kynntu lög af væntanlegri breiðskífu.

Fyrri tónleikarnir voru kl. 16 og hugsaðir fyrir alla aldurshópa, enda mátti þar sjá marga (upprennandi) rokkaðdáendur í yngri kantinum. Seinni tónleikarnir voru kl. 21 og voru ögn minna settlegir. Kvöldið eftir var talið í eina tónleika á Græna hattinum á Akureyri.

„Upplifði það enn einu sinni um helgina hversu íslenski þungarokksheimurinn er fallegur þegar strákarnir í Meisturum dauðans hituðu upp fyrir Skálmöld á tvennum tónleikum á Gauknum og svo fyrir norðan á Græna hattinum kvöldið eftir. Svona stuðningur stóru strákanna við grasrótina er ómetanlegur og móttökurnar frábærar, bæði sunnan og norðan heiða,“ segir Hjalti Árna sem fór á alla tónleikana með myndavélina að vopni.

Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, bassaleikari Skálmaldar
Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, bassaleikari Skálmaldar
Aðalbjörn Tryggvason, stökk upp á sviđ á Gauknum sem gestasöngvari í laginu Hefnd
Aðalbjörn Tryggvason
Ásþór Loki Rúnarsson, söngvari og gítarleikari Meistara Dauðans
Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar
Albert Elías Arason, bassaleikari Meistara Dauðans
Þórarinn Þeyr Rúnarsson, trommari Meistara Dauðans
Baldur Ragnarsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar
Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar með aðdáanda
Kári Hlynsson, hljómborðsleikari og gestaspilari Meistara Dauðans
Finnbogi Örn og Krummi Björgvinsson, eigandi Veganæs með meiru

Meistarar Dauðans héldu tónleika á Dillon fyrr í mánuðinum, lesa má um þá og væntanlega plötu hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Salah snýr aftur