fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kolbrún skammar virka í athugasemdum: Dólgafemínistinn sem froðufellir yfir sígildri barnabók og aðrir hávaðahópar

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 23. júlí 2018 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér,“ segir Kolbrún Berþórsdóttir blaðamaður á Fréttablaðinu í leiðara blaðsins í dag. Þar beinir hún spjótum sínum að virkum í athugasemdum, fólk sem Kolbrún segir vera geðvont að upplagi, vilji aðeins láta taka eftir sér eða lifi í pólitískum rétttrúnaði sem það vilji þvinga upp á aðra.

Kolbrún, sem er sjálf ekki á Facebook, segir að það hljóti að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Það sé fólk sem rýkur ekki upp við öll möguleg tækifæri og helli úr skálum reiði sinnar, enda sé það ekki gott fyrir sálarlífið.

Það séu þó óþarflega margir sem kjósi að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest og oftast yfir smávægilegum hlutum.

Kolbrún býr til dæmi um slíkt mál: „Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta.“ Útgefandanum fer þá að líða eins og hann hafi framið glæp og biðst afsökunar.

Kolbrún segir að lokum að langflestir hafi ekki áhuga á upphlaupinu, það eina sem hafi gerst sé að „hávaðahópur“ hafi komist í fjölmiðla: „Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum