fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

„Umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. júlí 2018 09:34

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er gagnrýnin á ljósmæður fyrir að hafna hverju samningstilboðinu á fætur öðru. Koma ummæli Svandísar í kjölfar þess að ljósmæður höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara í gær. Fréttablaðið greinir frá.

„Staðan er grafalvarleg og verulegt umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru,“ sagði Svandís við Fréttablaðið Hún segir ótímabært að ræða um að setja lög á verkfallið, segir að slík úrræði hafi ekki komið til tals.

Meðgöngu- og sængurdeild Landspítalans hefur verið lokað af stjórnendum spítalans og sameinað hana starfi kvenlækningadeildar, samkvæmt Fréttablaðinu.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu neyddar til þess að vinna yfirvinnu, þrátt fyrir að vera í yfirvinnuverkfalli:

„Við höfum heyrt af mögulegum verkfallsbrotum. Ef rétt reynist eru þetta gróf verkfallsbrot þar sem ljósmæður hafa hreinlega verið neyddar til að vinna. Þetta er í skoðun hjá okkur. Boltinn er í höndum stjórnvalda og brennur væntanlega þar.“

Samkvæmt Bryndísi Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara, er ekki ástæða til að boða til nýs fundar nema eitthvað nýtt komi fram.

Þá segist Fréttablaðið hafa heimildir fyrir því að sex ljósmæður hafi sagt upp störfum á síðustu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki