fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex barna faðir, Thomas Weldon, sem býr í Babbacombe í Devon á Englandi segir að nágranni hans, sem hann segir vera „nágranna frá helvíti“ hafi sett upp aðvörunarkerfi, sem aðeins börn heyra í, á hús sitt. Þetta hafi orðið til þess að börnin þori ekki út. Nágranninn, sem er kennari, segist hafa sett kerfið upp vegna síendurtekinna skemmdarverka og ónæðis frá börnum.

Kerfið gefur frá sér hátt og óþægilegt hljóð sem aðeins börn og unglingar geta heyrt. Weldon segir að kerfinu sé beint að útidyrunum á heimili hans og hafi farið í gang að minnsta kosti þrisvar í viku í allt sumar. Þetta hafi valdið því að börnum hans líði eins og þau séu í fangelsi.

Nágranninn, Lesley Cooper, segir að hún hafi fengið heimild hjá bæjarráðinu og lögreglu til að setja kerfið upp vegna síendurtekinna skemmdarverka og áreitis sem hún hafi orðið fyrir frá fjölskyldu Weldon.

Weldon leigir húsið sem hann býr í ásamt börnum sínum og segir leigusali hans að Cooper hafi alltaf samið illa við nágranna sína. Þrír síðustu leigjendur hafi flutt vegna Cooper. Devon Live hefur eftir Cooper að fjölskyldan hafi viðstöðulaust áreitt hana og skemmt eignir hennar og því hafi hún sett kerfið upp. Hún sé margverðlaunaður kennari og að kerfið hafi aðeins farið í gang fjórum sinnum á síðustu þremur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar