fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Kona Jóns Svans ruddist öskureið inn í herbergið – „Ég hefði ekkert orðið svona reið ef þú hefðir bara verið að horfa á klám eins og venjulegur karlmaður“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júlí 2018 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um daginn hélt ég upp á það að 10 ár voru liðin síðan ég kvæntist henni Huldu minni. Eins og í öllum hjónaböndum hefur gengið á ýmsu og hafa skipst á skin og skúrir.“

Þetta segir Jón Svanur Jóhannsson í pistli sem birtist í Austurglugganum. Þeir sem ekki þekkja til Jóns Svans, þá má geta þess að hann var í sigurliði Fjarðarbyggðar í Útvari árið 2013. Frásögn Jóns Svans er það skemmtileg að það myndi skemma fyrir að uppljóstra nákvæmlega um hvað hún snýst. Og þar sem þetta er ekki frétt, heldur umfjöllun sem birtist í Fókus munum við ekki ljóstra neinu upp en lofum að enginn verður svikinn af því að lesa frásögn Jón Svans til enda. Gefum Jóni orðið:

„Það gerðist ekki nema einu sinni í okkar hjónabandi að hún spurði mig hvort ég væri hommi. Við vorum sennilega búin að vera gift í þrjú eða fjögur ár þegar þetta kom upp. Ég var að vinna í M.Ed. gráðunni minni og þurfti því stundum að stúka mig af hjá tölvunni inni í vinnuherbergi. Ég lokaði þó ekki alltaf að mér heldur lét oft duga að halla hurðinni,“ segir Jón Svanur.

Einn daginn fékk hann svo tölvupóst frá félaga sínum með hlekk á myndband sem sýndi bandarískan nútímadansflokk túlka Bóleró eftir Ravel. „Myndbandið var ótrúlega flott og ég varð strax hugfanginn. Gallinn var bara sá að ég heyrði lítið í tónlistinni. Bóleró er mjög lágstemmt í upphafi og þar sem börnin okkar voru að æpa eitthvað frammi lokaði ég dyrunum og byrjaði myndbandið upp á nýtt. Víkur nú sögunni fram til Huldu. Hún sá að ég lokaði dyrunum og varð mjög hissa. Hann er ekki vanur að loka, hugsaði hún víst með sér, af hverju er hann að loka að sér núna? Og því meira sem hún hugsaði um þetta varð hún sannfærðari um svarið: Hann er greinilega að horfa á klám. Hún velti þessu áfram fyrir sér og fleiri spurningar vöknuðu. Af hverju er hann að horfa á klám? Hvernig klám? Og hvernig dettur honum í hug að horfa á klám á meðan börnin eru hérna frammi?,“ lýsir Jón Svanur.

Eiginkona hans hafi ákveðið að ryðjast inn á hann. „Nú var hún orðin reið og ákvað að ryðjast inn á mig. Grípa mig glóðvolgan. Ég vissi allavega ekki fyrr en hurðin sveiflaðist allt í einu upp og Hulda stóð á miðju gólfinu. Hún horfði til skiptis á mig og skjáinn.

– Á hvern andskotann ert þú eiginlega að horfa?

– Þetta er Bóleró-ballett, svaraði Jón Svanur.

– Ballett?!? Ertu að loka að þér til að horfa á ballett? Nú var henni nóg boðið og sagði að við þyrftum að tala saman.

– Á ég það á hættu, spurði hún, að einhvern tímann upp úr fertugu, þá bara komir þú allt í einu út úr skápnum og skiljir við mig?

– Ha? Af hverju ætti að gera það?

– Í fyrsta lagi veistu allt um Júróvisjón, í öðru lagi elskarðu söngleiki og núna kem ég að þér þar sem þú ert að horfa á ballett? Á BALLETT??

– Já, en sjáðu bara hvað þetta er fallegt. (Þetta síðasta sagði ég með pínulítið brostinni rödd og tár í augum því myndbandið hafði virkilega hreyft við mér.)

– Sko, nú ætla ég bara að spyrja þig beint út. Ég vil að þú horfir í augun á mér… Jónsi, segðu mér satt. Ertu hommi?

– Hommi? Nei, þetta er bara ballett. En… af hverju ertu svona reið?

– Svona reið? SVONA REIÐ? VEISTU – ÉG HEFÐI EKKERT ORÐIÐ SVONA REIÐ EF ÞÚ HEFÐIR BARA VERIÐ AÐ HORFA Á KLÁM EINS OG VENJULEGUR KARLMAÐUR,“ lýsir Jón Svanur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu