fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Tímamót í sjónvarpssögunni – „Dauði gaurinn“ sest í helgan stein

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 07:53

Dauði gaurinn í stúdíói. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðin tímamót eru framundan í sjónvarpssögunni því „Dauði gaurinn“ hefur ákveðið að setjast í helgan stein á næstunni. Sjónvarpsáhorfendur þurfa þó ekki að óttast að hér eftir verði aðeins framleitt sjónvarpsefni þar sem enginn deyr, á því verður engin breyting.

Það er bandaríski leikarinn Chuck Lamb sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein vegna bakmeiðsla. Það eru kannski ekki margir sem kannast við Lamb en undanfarin 12 ár hefur hann einbeitt sér að því að leika dáinn mann í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum.

Lamb gaf sér sjálfum heitið „Dead Body Guy“ sem við þýðum bara sem „Dauði gaurinn“. Ferill hans sem líks hófst 2006 í What I Like About You. Síðan hefur þessi sextugi leikari brugðið sér í gervi „Dauða gaursins“ í 10 þáttum til viðbótar.

Á vefsíðu hans kemur fram að hann vonist til að einhver taki við vefsíðunni og verði jafnvel „Dauði gaurinn 2.0“ eða eitthvað álíka.

Sumir halda kannski að það sé hægðarleikur að leika lík en svo er ekki að sögn Lamb. Í samtali við Sky sagðist hann eitt sinn hafa þurft að liggja í miðju maurabúi í um klukkustund meðan verið var að taka atriði upp. Hann á sér þó draum um að geta leikið „Dauða gaurinn“ þrisvar til viðbótar, þar á meðal í Walking Dead seríunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun