fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Vinnuveitandinn einn helsti bakhjarl Davíðs

Guðbjörg, útgerðin og Árvakur áberandi meðal stuðningsaðila – Lagði sjálfur mikið undir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. september 2016 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, kostaði rúmar 27,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í uppgjöri framboðs Davíðs sem Ríkisendurskoðun hefur birt.

Framboð Davíðs er það dýrasta af þeim framboðum sem flest atkvæði hlutu en framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostaði um 25 milljónir, framboð Höllu Tómasdóttur aðeins rúmar 8,8 milljónir og framboð Andra Snæs Magnasonar 15 milljónir króna. Athygli vekur að Davíð reiddi fram 11,4 milljónir króna úr eigin vasa vegna framboðsins á meðan Guðni lagði eina milljón, Andri Snær tæpa milljón og Halla rúmar tvær. Fjárútlátin og stuðningur fjársterkra aðila dugði þó Davíð aðeins í 13,7% fylgi í kosningunum, á eftir Andra Snæ (14,3%), Höllu (27,9%) og Guðna Th. (39,1%) sem kjörinn var forseti sem kunnugt er.

Að framlögum Davíðs og eiginkonu hans undanskildum þá eru helstu bakhjarlar hans samkvæmt uppgjörinu félög og einstaklingar tengdir vinnuveitanda hans, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona úr Vestmannaeyjum, og einstaklingar og félög tengd Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, eru áberandi meðal þeirra sem veittu 400 þúsund króna hámarksframlag til framboðsins. Samanlagður stuðningur þessara aðila nemur 3,2 milljónum króna.

Alls fékk Davíð 8,2 milljónir króna frá 25 lögaðilum en rúma 8,1 milljón frá 55 einstaklingum, en þar af gáfu 12 meira en 200 þúsund.

Guðbjörg og Árvakur

Guðbjörg Matthíasdóttir

Guðbjörg Matthíasdóttir

Ísfélag Vestmannaeyja, sjávarútvegsfyrirtæki í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, styrkti Davíð um 400 þúsund krónur. Guðbjörg er stærsti beini og óbeini eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, í gegnum nokkur af þeim 15 félögum sem standa að Þórsmörk ehf., sem á 99% hlut í Árvakri.

ÍSAM ehf. sem Guðbjörg Matthíasdóttir á í gegnum tvö félög, Kristin ehf. og Fram ehf. veitti sömuleiðis 400 þúsund krónur.

Lýsi hf. gaf 400 þúsund krónur en forstjóri þess og einn aðaleigenda er Katrín Pétursdóttir sem einnig er stjórnarmaður í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Greint var frá því eftir hrun að Guðbjörg Matthíasdóttir hefði keypt lýsi af Katrínu eftir hrun, en Katrín er í dag skráð fyrir félögum sem fara með stærsta eignarhlutinn í fyrirtækinu. Lýsi hf. á einnig hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Landsprent ehf., dótturfélag Árvakurs og prentsmiðja Morgunblaðsins, styrkti framboð Davíðs um 400 þúsund krónur.

Sigurbjörn Magnússon lögmaður styrkti framboðið um 400 þúsund krónur, en hann er stjórnarformaður Árvakurs og forsvarsmaður Legalis sf. sem á 1% hlut í Árvakri á móti Þórsmörk.

Bjarni Þórður Bjarnason, eigandi Arctica Finance, styrkti framboðið einnig um 400 þúsund krónur en hann er stjórnarmaður í Árvakri.

Kaupfélag Skagfirðinga styrkti um 400 þúsund krónur en það gerði kaupfélagsstjórinn sjálfur, Þórólfur Gíslason, líka persónulega. Kaupfélag Skagfirðinga tengist einnig Morgunblaðinu en dótturfélag þess, Íslenskar sjávarafurðir ehf., er einn af hluthöfum Ávakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.

Aðrir þekktir bakhjarlar

Útgerðin, eiginkonan og velunnarar
Eyþór Arnalds kom að stofnun félagsins um framboð Davíðs.

Eyþór Arnalds kom að stofnun félagsins um framboð Davíðs.

Þorbjörn hf. eitt stærsta útgerðarfélag landsins, í eigu félaga í gaf 400 þúsund krónur. Útgerðarfyrirtækin Einhamar Seafood ehf. og Rammi hf. gerðu það einnig.

Krossanes eignir ehf. sem er í eigu Strokks Energy, þar sem Eyþór Arnalds er meðal eigenda, gaf 400 þúsund krónur. Eyþór var stjórnarformaður félagsins utan um forsetaframboð Davíðs.

Orbis Invest ehf. í eigu Magnúsar Magnússonar, fjárfestis og forsvarsmanns Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf., sem keypti tæplega 25% hlut Landsbankans í kortafyrirtækinu, gaf 400 þúsund krónur.

Kristján Loftsson, stjórnarformaður og einn aðaleigenda HB Granda, gaf 400 þúsund krónur.

Ástríður Thorarensen, eiginkona Davíðs Oddssonar, gaf 400 þúsund krónur. Davíð Oddsson lagði sjálfur fram 11,4 milljónir króna þannig að þau hjónin lögðu alls 11,8 milljónir undir.

ÞR ehf., sem er í eigu Þórarins Ragnarssonar, eins aðaleiganda Foodco, gaf 400 þúsund.

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., einnig þekkt sem BYGG, í eigu Gylfa Héðinssonar og Gunnars Þorlákssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum