fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Allt vitlaust í VG

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. júlí 2018 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að allt leiki nú á reiðiskjálfi innan þingflokks VG, sem sé endurómur þeirrar heiftar og reiði sem ríki í baklandi flokksins vegna þeirra fjölda mála sem flokkurinn hefur þurft að ganga á bak orða sinna með, eftir að hann fór í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. En þó aðallega Sjálfstæðisflokknum.

Kjaradeilan við ljósmæður ku vera kornið sem fyllti mæli margra, eftir að VG hafi þurft að kyngja ýmsum málum á stuttum tíma sem venjulega væri þeim á móti skapi. Má þar nefna vantrauststillöguna gegn Sigríði Á. Andersen, mál Hauks Hilmarssonar, veiðigjaldafrumvarpið og nú heilbrigðismálin, þar sem kjaradeila ljósmæðra virðist hafa snert streng hjá grasrótinni, sem leiði alla leið upp í þingflokkinn. Er sagt að flokkurinn geri nú ekkert rétt og það hafi endurspeglast í úrslitum sveitastjórnarkosninganna, þar sem flokkurinn tapaði stórt og Sósíalistaflokkurinn, einskonar VG fátæka mannsins,  sagður hafa stolið þrumunni af þeim í borginni.

Orðið á götunni er að hinir svonefndu „villikettir“ VG, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem studdu ekki ríkisstjórnina, hafi fengið „liðsauka“ frá ónefndum þingmanni Vinstri grænna. Er talað um að neyðarástand ríki innan flokksins þar sem stór orð hafi verið látin falla á lokuðum fundum og að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, megi hafa sig alla við í friðarumleitunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir