fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

„Ég hef oft sagt að þetta hafi verið augnabliksgeðveiki“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 17:00

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef oft sagt að þetta hafi verið augnabliksgeðveiki. Það héldu allir að ég væri genginn af vitinu þegar ég byrjaði á þessu. Ég valdi að gera þetta einn og óstuddur,“ segir Skúli Mogensen forstjóri WOW Air. Í  viðtali við Forbes á dögunum ræddi hann vaxtarsögu flugfélagsins og þær hindranir sem blöstu við í byrjun.

Skúli lýsir því hvernig hann stóð frammi fyrir því að setjast í helgan stein aðeins 43 ára en ákvað í staðinn að nota eigið fé til að stofna flugfélag árið 2011.

Þá segir hann að fyrstu tvö árin hafi reynst erfitt að fá hæft starfsfólk til liðs við fyrirtækið, einfaldlega vegna þess að fólk hafði ekki trú á hugmyndinni um lággjaldaflugfélag þar sem viðskiptavinir greiða eingöngu  fyrir þá þjónustu sem þeir vilja.

„Allir bjuggust því að okkur mistækist. Vinnuumhverfið okkar er líkt því sem þekkist hjá sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum,“ segir Skúli jafnframt og bætir við að Íslendingar séu tækifærissinnar sem eigi auðvelt með að laga sig að hvers kyns aðstæðum, enda búi þeir við náttúruöfl sem ýtir undir slíkan hugsunarhátt.

Aðspurður um nafnið segir hann WOW vera orð sem hafi jákvæða merkingu hvar sem er í heiminum og bendir um leið á að ef stöfunum sé snúið á hvolf þá myndir þeir annað og ekki síður jákvætt orð: MOM (mamma.)

Hér má lesa viðtalið við Skúla í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King