fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Steypustykki kastað frá brú á bíl: Einn lést

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. ágúst 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan leitar nú að einum eða fleirum aðilum vegna hryllilegs máls frá því í nótt. Steypustykki var kastað af brú niður á hraðbrauð á Fjóni í Danmörku. Stykkið lenti á bíl sem var ekið eftir hraðbrautinni. Í bílnum var þriggja manna erlend fjölskylda, fólk með lítið barn sitt. Foreldrarnir slösuðust alvarlega en barnið slapp lítið meitt. Fólkið var flutt á sjúkrahús en skömmu eftir komuna þangað lést annað foreldrið og hitt er í lífshættu.

Lögreglan hefur nú beðið almenning um aðstoð og hvetur fólk til að hafa samband ef það hefur einhverjar upplýsingar um hver eða hverjir voru að verki. Fólkið ók í vestur eftir hraðbrautinni, í átt að Jótlandi. Þegar þau óku undir Langesøvej brúnna var stóru steypustykki hent niður af henni og lenti það á bíl fjölskyldunnar að sögn lögreglunnar á Fjóni.

Hraðbrautin var lokuð í nokkrar klukkustundir í nótt vegna slyssins en hefur nú verið opnuð á nýjan leik. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Fjóni segir að hún hafi ákveðið að skýra strax frá málavöxtum í þeirri von að vitni gefi sig fram svo hægt verði að upplýsa þetta hræðilega mál og hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á því.
Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um þjóðerni fólksins að svo stöddu þar sem ekki hefur tekist að ná sambandi við ættingja þess enn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stóry steypustykki er kastað frá þessari sömu brú. Í janúar á þessu ári var 30 kílóa steypustykki kastað á bíl, sem var ekið undir brúnna. Í bílnum var fjölskylda. Móðirin slasaðist á höfði en börnin og faðirinn sluppu ómeidd.

Svipuð mál hafa komið upp víðar í Danmörku á undanförnum árum. 2011 sluppu tveir lögreglumenn naumlega þegar tveggja kílóa steypustykki var kastað á bíl þeirra af göngubrú í Brabrand nærri Árósum. 2009 skaddaðist milta 17 ára pilts þegar steini var kastað á bíl sem hann var farþegi í. Málin eru fleiri á þessu árþúsundi en þetta er í fyrsta sinn sem banaslys hlýst af að sögn Ekstra Bladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí