fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
FókusKynning

Glæsileg gleraugnaverslun í hjarta borgarinnar

Kynning

101 Optic

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Skólavörðustígnum blómstrar margvísleg starfsemi og þessi fallega gata iðar af lífi sérhvern dag. Í maí árið 2014 var opnuð gleraugnaverslunin 101 Optic að Skólavörðustíg 2 og er óhætt að segja að borgarbúar, sem og ferðamenn, hafi tekið versluninni vel. Hún býður enda upp á mörg af heitustu merkjunum í gleraugum í dag, sem og smart og tískulegar hágæðaumgjarðir.

Eigandi 101 Optic er Kristinn Kristinsson en hann er þaulvanur í gleraugnabransanum enda búinn að reka verslunina Gleraugað frá árinu 2000. Gleraugað er til húsa í Bláu húsunum í Faxafeni og Kringlunni. Kristinn stundaði nám í faginu í Danmörku. Er hann með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga. Eftir nám starfaði Kristinn sem sjónfræðingur í Danmörku en árið 2000 flutti hann heim og keypti verslunina Gleraugað við Faxafen. Árið 2012 keypti hann gleraugnaverslunina Gleraugnasmiðjuna í Kringlunni og hún fékk þá nafnið Gleraugað. 101 Optic er síðan nýjasta verslun Kristins. Auk Kristins starfa í versluninni Guðjón Ingi Guðmundsson sjóntækjafræðingur og Sólrún Ingvadóttir sem áður starfaði í skartgripabransanum. Guðjón Ingi hefur 12 ára reynslu sem sjóntækjafræðingur og hefur starfað í faginu bæði á Íslandi og erlendis.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Ítalskur stíll og þýsk gæði

Sem fyrr segir er 101 Optic framsækin verslun hvað strauma og stefnur í gleraugum og umgjörðum varðar. Um úrvalið í versluninni segir Kristinn:

„Við erum með flott merki frá Evrópu, einna helst Etnia Barcelona sem er eitt af heitustu merkjunum í gleraugum í dag. Einnig Blackfin sem eru hágæða títaníumumgjarðir frá Ítalíu, mjög smart og nýtískulegar umgjarðir. Þá erum við með Vinyl Factory sem er franskt merki, hipp og kúl í fallegum litum. Við vorum að fá nýtt merki inn frá sænska hönnuðinum Efva Attling. Porsche Design er vinsælasta merkið í sólgleraugum ásamt Ray-Ban og Marc Jacobs.

Glerin sem við seljum eru frá þýskum framleiðenda, Rodenstock, þetta er 140 ára gamalt þýskt fyrirtæki og hefur lengi verið annað af tveim bestu framleiðendum heims. Það er alkunna í gleraugnabransanum að bestu glerin koma frá Þýskalandi og hefur verið þannig frá upphafi, önnur lönd eru langt á eftir í gæðum.“

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Kristinn segir að fólk sem búi í miðbænum komi mikið í verslun hans en margir viðskiptavinir hans koma líka langt að. Þá verður verslunin sífellt vinsælli hjá erlendum ferðamönnum:

„Ég mæli með að fólk komi hérna við og skoði úrvalið. Við bjóðum upp á sjónmælingar og linsumátun, en það er mjög mikilvægt að fólk fái góða ráðgjöf þegar það byrjar að nota linsur,“ segir Kristinn.

101 Optic er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og á laugardögum frá kl. 10–16. Tímapantanir í sjónmælingu eru í síma 511-2500.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7