fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Búrkínibannið afturkallað

Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands hefur kveðið upp úrskurð

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 26. ágúst 2016 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands hefur úrskurðað að búrkíníbann á baðströndum Frakklands brjóti gegn grundvallaratriðum um frelsi einstaklingsins sem öllum þegnum á að vera tryggður.

Úrskurður stjórnsýsludómstólsins (f. Conseil d‘Etat) er sagður vera fordæmisgefandi, en áður hafði undirréttur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert væri athugavert við bannið. Í úrskurði þriggja dómara við dómstólinn kemur fram að bannið brjóti meðal annars gegn réttindum fólks til athafna, trúfrelsis og einstaklingsfrelsis.

Málið má rekja til þeirrar ákvörðunar fjölmargra bæjaryfirvalda í Frakklandi að leggja blátt bann við ákveðnum klæðaburði á baðstöðum, svonefndum búrkíni-sundfötum. Var bannið talið nauðsynlegt til að tryggja allsherjarreglu í Frakklandi eftir hrinu hryðjuverkaárása í landinu, nú síðast á Bastilludaginn, þjóðhátíðardag Frakka þann 14. júlí síðastliðinn.

Málið hefur vakið mikla athygli og velt upp mikilvægum spurningum um frelsi einstaklingsins og réttindi. Í vikunni birtust myndir af lögreglumönnum beina þeim tilmælum til kvenna á baðstöðum að afklæðast búrkíní-sundfötum sem þær klæddust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí