fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Afmælisboð ASÍ verður í Árbæjarsafninu

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþýðusamband Íslands fagnar 100 ára afmæli í ár og einn liður í að minnast þeirra tímamóta er afmælisboð ASÍ í Árbæjarsafni þann 28. ágúst næstkomandi frá klukkan 13 til 16.

Alþýðusambandið býður upp á fjölbreytta dagskrá í safninu sem bregður birtu á aðstæður og aðbúnað íslensks verkafólks á síðustu öld.

Boðið verður upp á leiðsagnir, ratleik, þvottaburð, kassabílaakstur auk þess sem börnin fá stutta ferð á hestbaki. Leikhópurinn Lotta mætir með söngvasyrpu, þorskur verður þurrkaður á túni, Lummur bakaðar í Hábæ, prentari, skósmiður og gullsmiður taka á móti gestum á verkstæðum sínum og Lúðrasveit verkalýðsins gleður gesti með spilamennsku sinni.

Klukkan 13:00

Baráttan um brauðið (leiðsögn) Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ og fimm barna móðir
Skoðuð verða áhrif þeirrar lífskjarabyltingar sem barátta verkalýðshreyfingarinnar hefur skilað undanfarna öld á neysluhætti almennings. Hagstærðir fortíðar settar í samhengi við nútímann.

Klukkan 13:30

Lúðrasveit verkalýðsins

Klukkan 14:00

Hjáverk kvenna (leiðsögn) Maríanna Traustadóttir, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi ASÍ:
Varpað verður ljósi á frumkvæði og hugmyndarauðgi kvenna við atvinnusköpun á síðustu öld. Með tekjuöflun sinni náðu þær að skapa betri aðstæður fyrir sig og sína.

Klukkan 14:30

Leikhópurinn Lotta – söngvasyrpa, knús og spjall klukkan 15:00 – Þak yfir höfuð (leiðsögn) Halldór Grönvold, vinnumarkaðsfræðingur og áhugamaður um verkalýðssögu. Varpað verður ljósi á húsnæðisvanda verkafólks síðustu hundrað ár. Birtingarmyndir, þróunina og baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegu verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“