fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Guðný María verður fyrir hæðni á netinu: „Einelti er ljótt“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný María Arnþórsdóttir er ljón, og hún verður 63 ára í byrjun ágúst. Guðný María var komin vel á aldur eins og sagt er þegar hún ákvað að láta drauma sína rætast, semja lög og gefa út, en hún hefur gefið út 11 lög frá því í desember í fyrra.

Vinsælasta lag hennar til þessa á YouTube-rás hennar er lagið Okkar okkar páska, en þegar þetta er skrifað hafa um 66 þúsund horft á myndbandið. Velgengnin staðfestir þá hugmynd Guðnýjar að páskarnir hafi orðið útundan þegar kemur að íslenskum laga- og textasmíðum.

En útgáfa laganna og velgengni og gleði Guðnýjar virðist ekki falla í kramið hjá öllum og segir Guðný í viðtali við DV að hún hafi orðið fyrir einelti, hæðni og fengið miður leiðinlegar athugasemdir, sérstaklega eftir að nýjasta lag hennar, Sumarhiti, kom út fyrir rúmri viku.

„Þetta er eiginlega orðið einelti, það er verið að hæðast að mér og reyna að rakka mig niður,“ segir Guðný. „Lögin og myndböndin virðast ögra ímynd fólks, sérstaklega eldri kvenna. Það er undarlegt hvernig konur láta oft.“

Í myndbandinu við lagið Sumarhiti dansar Guðný léttklædd við ungan mann, aukaleikara sem er um tvítugt. „Það var kona á aldur við mig sem skrifaði grófa athugasemd hjá mér þegar ég deildi myndbandinu á Facebook hjá mér. Kallaði hún mig barnaníðing. Ef ég væri karl þá þætti öllum þetta sjálfsagt og þá væri bara sagt um aukaleikarann að hann væri að vinna vinnuna sína.“

Segist ekki fá gigg sökum eineltis á netinu

Guðný segist vera fædd með hæfileika í tónlist, en hún hafi ekki mátt sinna þeim þegar hún var barn af því að hún var ekki drengur. Í seinni tíð fór hún hins vegar að læra tónlist og koma fram. „Stebbi Hilmars sagði við mig að ég væri að ryðja brautina og ungar stúlkur hafa hrósað mér fyrir að koma fram. Þetta virðast aðallega vera konur á mínum aldri sem eru harðastar í eineltinu.

Það er fjöldi fólks að senda myndbandið áfram og hæðast og hlæja að mér, og ég er ekki beðin um „gigg“ af þeim sökum,“ segir Guðný. „Ég reyni að vera alltaf jákvæð í textunum mínum af því að tónlist á að vera skemmtileg. Ég vil að þetta einelti hætti.“

 

 

 

 

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.