fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Heiða Ósk skipuleggur ævintýraferð um Ísland með fjölskyldunni

Heiða Ósk
Miðvikudaginn 13. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sumarið með tilheyrandi fríi og ferðalögum loks að skella á. Skólaslitin liðin og krakkarnir komnir í sumarfrí. Undirbúningur fyrir ferðalag um landið að ná hámarki og spennan eykst með hverjum deginum.

Það sem eftir er af júní notum við i hin ýmsu námskeið og leggjum lokahönd á undirbúning fyrir fyrirhugaða ferð.

Í fyrra fórum við í okkar fyrstu ævintýraferð um landið og ákváðum að fara í vesturátt. Það var ekki margt sem var ákveðið, en efst á þeim litla lista sem hafði verið gerður var að gista í bílnum, veiða og borða mikið af ís. Við listann bættist svo meðal annars útreiðartúr um fallegan dal og virkilega skemmtileg sigling um eyjur og hólma við Stykkishólm. Annars létum við ferðina svolítið ráðast af veðrinu og því sem hægt var að gera á hverjum áfangastað.

Ferðin í ár er hugsuð á sama hátt og ætlum við að leggja í hann í byrjun júlí og fara norður. Þar ætlum við að vera í 5-7 daga. Við ætlum meðal annars að fara hvalaskoðun og skoða okkur vel um fyrir norðan enda margar náttúruperlur þar að sjá.

Einnig ætlum við að kíkja á gamlar æskuslóðir mömmunnar en ég eyddi miklum tíma fyrir norðan á sumrin þegar ég var barn. Þegar við höfum skoðað okkur um fyrir norðan er leiðinni næst heitið austur. Þar ætlum við að skoða fjársjóði fjörunnar en austan megin við landið eru fallegar fjörur þar sem gaman er að skoða sig um og týna fallega steina.

Síðustu dagana ætlum við svo að njóta á sunnanverðu landinu. Kíkja í dagsferð til Vestmannaeyja, rölta um landið, skoða fossa og enn fleiri fjörur. Við búum á landi sem er svo ótrúlega fjölbreytt og fallegt og býður upp á endalausa möguleika að skoða og upplifa. Það er ekkert dýrmætar í lífinu en að búa til góðar minningar með þeim sem við elskum. Vonandi gerum við það sem flest í sumar sem og alltaf.

Gleðilegt og gott sumar, HeiðaÓsk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham