fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Píratar tapa fylgi: Sjálfstæðisflokkur stærstur

Ný könnun frá MMR um fylgi flokkanna

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu stjórnmálaflokkar landsins, samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 24,6 prósent en fylgi Pírata mælist 22,4 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn er á svipuðum slóðum og í síðustu könnun sem framkvæmd var upp úr miðjum júlímánuði. Þá var fylgi flokksins 24,0 prósent. Píratar tapa aftur á móti talsverðu fylgi, en í síðustu könnun MMR var fylgið 26,8 prósent.

Fylgi Vinstri-grænna stendur nú í 12,4 prósentum samanborið við 12,9 prósent í síðustu könnun. Vinstri-grænir voru á miklu skriði í byrjun sumars, en í júlíbyrjun mældist fylgi flokksins 18,0 prósent. Framsóknarflokkur bætir við sig og er nú með 10,6 prósenta fylgi, borið saman við 8,3 prósent í síðustu könnun og 6,4 prósent þar áður.

Samfylkingin mælist með 9,1 prósents fylgi og bætir lítillega við sig frá síðustu könnun þegar fylgið mældist 8,4 prósent. Viðreisn mælist með 8,8 prósenta fylgi samanborið við 9,4 prósent í síðustu könnun. Björt framtíð mælist með 4,5 prósenta fylgi en var með 3,9 prósent í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mælist undir tveimur prósentum.

Könnun MMR var framkvæmd dagana 22. til 29. ágúst og var svarfjöldi 949 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“