fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

Kazuo Ishiguro hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. október 2017 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski höfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur Nóblesverðlaunin í bókmenntum árið 2017. Þetta tilkynnti Sara Danius aðalritari sænsku Nóbels-akademíunnar í Stokkhólmi rétt í þessu.

Danius sagði að skrif Ishiguro væru eins og blanda af skáldsögum Jane Austen og skrifum Franz Kafka með örlitlum bita af Marcel Proust.

Nokkrar bækur eftir Ishiguro hafa komið út í íslenskri þýðingu, Veröld okkar vandalausra, Óhuggandi, Í heimi hvikuls ljós, Slepptu mér aldrei og hans þekktasta skáldsaga: Dreggjar dagsins.

Verðlaunin eru líklega æðsti heiður sem lifandi rithöfundi getur hlotnast. Verðlaunaféð er þá umtalsvert: um átta milljónir sænskra króna. Fagaðilar hvaðanæva úr heiminum senda akademíunni tilnefningar, en 5 manna nefnd á vegum hennar velur sigurvegarann ár hvert. Verðlaunaathöfnin sjálf fer fram í desember.

Ishiguro er hundraðasti og fjórtándi Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, en verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 1901. Í fyrra hlaut bandaríska söngvaskáldið Bob Dylan verðlaunin við misjafnar undirtektir bókmenntaspekúlanta. Síðasta áratug hafa eftirfarandi höfundar hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels: hvítrússneska blaðakonan Svetlana Alexievich árið 2015, Patrick Modiano frá Frakklandi árið 2014, Alice Munro frá Kanada árið 2013, Mo Yan frá Kína árið 2012, Tomas Tranströmer frá Svíþjóð árið 2011, Mario Vargas Llosa frá Perú árið 2010, Herta Müller frá Þýskalandi árið 2009, Fransk-Máritíski rithöfundurinn J. M. G. Le Clézio árið 2008 og Doris Lessing frá Bretlandi árið 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“