fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Sigurbjörgu Vignisdóttur var hópnauðgað í París: „Ég óskaði þess að fá að deyja“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. júní 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsíðuviðtal nýs tölublaðs Stundarinnar er við Sigurbjörgu Vignisdóttur, 24 ára konu úr Grindavík. Árið 2013 réð Sigurbjörg eða Sibba eins og hún er alltaf kölluð sig sem au pair til íslenskrar fjölskyldu í Lúxemborg. Í fríi fjölskyldunnar í París ákvað Sibba að fara út að skemmta sér eitt kvöld með öðrum íslenskum au pair stúlkum.

Sibba varð viðskila við hópinn og þar sem hún stóð á götuhorni að veifa leigubíl var henni rænt af nokkrum karlmönnum sem tilheyra austur-evrópskri mafíu og hópnauðgað úti í skógi. Síðar þegar hún kærði komst hún að því að sama sumar hafði sænsk stúlka látist í sömu aðstæðum.

Í einlægu viðtali við Sibbu, systur hennar Báru, móður þeirra Ólafíu Kristínu Jensdóttur og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, konuna sem Sibba var au pair hjá, segja þær frá þessum skelfilega atburði og afleiðingum hans.

„Ég fann það strax á mér. Hún var búin að ganga í gegnum þetta og þú sérð það kannski á fólki. Við fórum afsíðis og ég spurði hvort það væri allt í lagi. Hún hélt andliti og það kom ekkert út úr því,“ segir Sylvía þegar hún rifjar upp daginn eftir.

Sigurbjörgu reyndist erfitt að lifa með minningunum, en eftir ítrekaðar innlagnir á geðdeild og fjórar sjálfsvígstilraunir fann hún styrk á ný.

„Ég er þakklát fyrir að eiga dóttur mína,“ segir móðir hennar, Ólafía Kristín Jensdóttir. Í hennar huga er þetta fjölskylduharmleikur. „Af því að það var lærdómur fyrir okkur öll að lifa með þessu. Það er erfitt að horfast í augu við það að saklaus manneskja sé meidd svona og að hún þurfi að lifa með þessum mikla sársauka. Og sársauka fjölskyldunnar, af því að það var ekki bara hún sem lenti í þessu, heldur við öll sem elskum hana.“

Sigurbjörg fullorðnaðist hratt, úr 18 ára áhyggjulausum og ofvirkum unglingi í unga konu með skelfilega reynslu að baki.

„Mest langar mig til þess að þessi reynsla verði einhverjum til góðs. Ég hef stefnt að því að geta verið til staðar fyrir aðra síðan ég fór að hafa vit á því að ná bata, sem ég hafði ekki fyrst um sinn, þegar ég var bara, hjálpið mér, gerið eitthvað við mig, setjið á mig gifs eða eitthvað. Áður en ég áttaði mig á því að hjálpin er í höfðinu á þér. Þú kemst ekki einn í gegnum það, en á endanum verður þú að vinna með fagfólkinu, það er undir þér komið að ná bata. Til að ná því þarftu að bera virðingu fyrir þér og hugsa hlýlega til þín. Lausnin liggur þar. Í því þegar þú áttar þig á því að þótt þú getir gert ýmislegt betur ertu bara fjandi fín.

Lestu viðtalið hér.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp