fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Sebastian á bílaleigunni er fundinn: „Hef ekki lent í neinu þessu líku“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sebastian, sem sló í gegn á tónleikum bresku poppsöngkonunnar Jessie J á miðvikudagskvöld, er fundinn. Eins og DV greindi frá talaði söngkonan mikið til salsins milli laga og leyfði aðdáendum að spreyta sig með hljóðnemann. Einn þeirra sem lét ljós sitt skína var Sebastian sem söng eins og engill við miklar undirtektir salsins. Ekki var laust við að stórstjarnan Jessie roðnaði örlítið þegar hann söng beint til hennar.

DV auglýsti eftir Sebastian og nú er hann fundinn. Hann heitir Arnar Sebastian Gunnarsson, 31 árs  og úr Árbænum en er nú búsettur í Keflavík.

„Ég er mikill aðdáandi Jessie J, sérstaklega vegna raddbeitingu og söngtækni hennar“ segir Sebastian í samtali við DV.

Hvernig leið þér þegar þú fékkst míkrófóninn í hendurnar?

„Bara eins og í sturtunni heima hjá mér.“

Varstu eitthvað hikandi?

„Leyfðu mér að hugsa aðeins… Neibb.“

Hæfileikarnir eru ekki aðeins meðfæddir heldur hefur Sebastian iðkað söng og lært í Tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna. Hann hefur líka sungið á nokkrum tónleikum til dæmis með hljómsveitinni Hátveiro Genesis sem flytur lög eftir hina goðsagnakenndu bresku sveit Genesis.

„Ég elska að syngja og myndi vinna við það ef ég gæti það“ segir Sebastian og hver veit nema honum berist einhver tilboð eftir frammistöðuna á miðvikudagskvöld.

Hvernig fannst þér tónleikarnir?

„Þetta voru frábærir tónleikar, hún Jessie er snillingur. Ég hef ekki lent í neinu þessu líku, þetta var mjög gaman.“

Hér er myndband af tónleikunum. Söngur Sebastians byrjar á mínútu 4:25.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“