fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Sunna Elvira hugar að framtíðinni: „Ég held að það geti verið vettvangur sem ég gæti starfað á þegar fram líða stundir“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. júní 2018 09:36

Sunna Elvira Þorkelsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem slasaðist alvarlega á Spáni í janúar eftir fall af svölum á heimili sínu, segir að henni líði vel í dag og sjálfstraustið aukist með hverjum degi sem líður.

Sunna var útskrifuð af Grensás í vikunni og er nú flutt í íbúð ásamt dóttur sinni. Hún hefur verið í stífri endurhæfingu síðustu mánuði og segir að hún hafi gengið vel.

„Það má í raun segja að ég sé hætt að vera sjúklingur og orðin ég sjálf á nýjan leik,“ segir Sunna við Morgunblaðið í dag. Þar segir hún einnig að hún ætli að huga að því að fá sér vinnu í haust, en fyrir slysið starfaði hún sem lögfræðingur.

„Það opnaðist alveg nýr heimur fyrir manni við þetta slys. Ég fékk betri innsýn í heim fatlaðra og ég held að það geti verið vettvangur sem ég gæti starfað á þegar fram líða stundir,“ segir Sunna.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að lögregla rannsaki enn hvort Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, hafi átt aðild að slysinu. Þá er hann einnig grunaður um aðild að skákmálinu svokallaða sem varðaði innflutning á miklu magni fíkniefna hingað til lands.

Í samtali við Morgunblaðið segir Sunna að hún hafi ekki réttarstöðu sakbornings í skákmálinu. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, sagðist þó ekki geta staðfest það. Það kæmi honum þó ekki á óvart ef svo væri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd