fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Stöðvaður því afturljós á bíl hans var bilað – Málið vatt hratt upp á sig og upp komst um hryllilegt mál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. júní 2018 06:16

Stewart Weldon. Mynd:Springfield Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku stöðvaði lögreglan akstur Stewart Weldon, 40 ára, í Springfield í Massachusetts í Bandaríkjunum. Ástæðan var að afturljóst á bíl hans var bilað. En málið vatt hratt upp á sig og varð að sannkallaðri martröð en um leið var þetta lán í óláni.

Í bíl Weldon var slösuð kona sem sagði lögreglumönnum að Weldon hefði haldið henni fanginni í einn mánuð og hefði misþyrmt henni kynferðislega og á annan hátt. Weldon var því handtekinn grunaður um mannrán og ofbeldi gagnvart konunni.

Í framhaldi af handtökunni fór lögreglan heim til Weldon og gerði húsleit. Í húsinu og á lóð þess fann lögreglan lík þriggja kvenna. Það virðist því vera sem afskipti lögreglunnar af ökumanni vegna umferðarlagabrots hafi orðið til að raðmorðingi náðist. Raðmorðingi sem enginn vissi að væri til.

Nú hafa kennsl verið borin á líkin þrjú að sögn Boston Globe. Þau eru af konum á aldrinum 27 til 47 ára. Tvær þeirra eru frá Springfield en ein frá Ludlow.

Á mánudaginn var Weldon birt fyrsta ákæran vegna málsins en samkvæmt henni er hann ákærður fyrir mannrán og misþyrmingar.

Ein kona til viðbótar hefur gefið sig fram við lögregluna og sagt að Weldon hafi rænt henni í febrúar og misþyrmt henni.

Fyrir dómi kom fram að saksóknari á von á að Weldon verði birtar fleiri ákærur á næstu dögum, þar á meðal fyrir að hafa myrt konurnar þrjár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum