fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Farið með mig út í hraun, finnið gjótu, skjótið mig í hnakkann og hendið mér ofan í“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 3. júní 2018 12:00

Hefur ekkert að fela Margrét De Leon Magnúsdóttir birtir reglulega upplýsingar um tekjur sínar og skuldbindingar á samfélagsmiðlum. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um mánaðamótin missir Margrét De Leon Magnúsdóttir meðlagsgreiðslur og heimilisuppbót, tekjur hennar eftir skatt fara því úr 223 þúsund krónum í rúmar 120 þúsund krónur. Margrét lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og er 75% öryrki. Hún býr í Fellahverfinu með tveimur börnum sínum, 18 og 20 ára. Hún þarf að vera búin að fara í endurmat á örorku fyrir ágústmánuð og því er alls óvíst að hún verði með einhverjar tekjur í haust. Húsaleigan er 190 þúsund krónur á mánuði og sér hún fram á mjög erfiða tíma. Í blaðinu í dag eru birtar tekjur 2.400 einstaklinga, Margrét er ekki þeirra á meðal en hún birtir reglulega upplýsingar um sínar tekjur á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á stöðu sinni og annarra öryrkja.

„Það verður einhver að stíga fram, ég á fjölda ættingja sem munu örugglega tauta hvað ég sé að fara með þetta í blöðin en mér er alveg sama. Þetta er ekki mál sem á að fela,“ segir Margrét í samtali við DV. Hún segir að hún hafi reynt að fá sér vinnu en að sögn lækna þoli líkami hennar það ekki. „Það koma dagar þar sem ég er hress, en það endist iðulega ekki lengi.“

Margrét er ófeimin við að upplýsa um tekjur sínar og birtir reglulega yfirlit á samfélagsmiðlum.

„Ég er búinn að taka allt saman á Excel, það sem ég fæ frá lífeyrissjóðnum, lífeyri og bætur. Þegar ég er búin að draga frá 190 þúsund í leigu, 35 þúsund krónur upp í skuld við TR og nettenginguna, því ég vil vera tengd umheiminum, þá er ég með rúmar 16 þúsund krónur eftir fyrir mat. Ef ég þarf að fara til læknis þá er ódýrara fyrir mig að drepast,“ segir Margrét. Þegar bæturnar hennar lækka nú um mánaðamótin þá sér hún ekki fram á að geta framfleytt sér. „Ég segi bara eins og pabbi minn sálugi sagði alltaf, farið með mig út í hraun, finnið gjótu, skjótið mig í hnakkann og hendið mér ofan í. Þá þarf ekki að borga jarðarför.“

Þrátt fyrir allt þetta segist Margrét vera heppin. „Ég tel mig heppna, ég er að leigja hjá Almenna leigufélaginu og er svo heppin að leigan mín hefur ekki hækkað síðan ég fór að leigja hjá þeim árið 2015. Þetta er 100 fermetra íbúð og að sögn þeirra er ég það góður leigjandi að þeir töldu ekki þörf á að hækka leiguna. Að minnsta kosti ekki í bili. Ég veit ekki hvað ég geri núna, ég get ekki hent börnunum mínum út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur