fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Portúgölsk kona dæmd fyrir fíkniefnasmygl: Faldi efnið í sjampó-og krembrúsum

Auður Ösp
Fimmtudaginn 24. maí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgölsk kona, Luisa Maria Mariu Ramos Soares Crick hefur verið dæmd til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Luisa var sakfelld fyrir að hafa á gamlársdag árið 2017 staðið að innflutningi á á 2.100 ml. af vökva sem innihélt kókaín, en sannað þótti að hún var burðardýr í málinu.

Fram kemur í ákæru að efnið hafi verið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði myndi vökvinn samsvara 2340 g af efni.

Luisa flutti efnin til Íslands, sem farþegi með flugi WW-903 frá Kaupmannahöfn í Danmörku til Keflavíkurflugvallar, en tollverðir fundu efnin falin í tveimur sjampóbrúsum, einum krembrúsa og tveimur hvítvínsflöskum í farangri ákærðu við komu hennar til Keflavíkurflugvallar.

Luisa játaði sök fyrir dómnum en fram kemur að hún hafi ekki sakaferil svo kunnugt sé.

Dómurinn sá ekki tilefni til að ætla að hún hefði sjálf fjármagnað innflutninginn heldur hefði hún tekið að sér að flytja þau inn gegn greiðslu.

Luisa lýsti yfir mikilli iðrun vegna brotsins, sem var tekið til greina við refsiákvörðun dómsins, auk þeirrar staðreyndar að hún játaði sekt sína í málinu.

Þótti hæfileg refsing vera fangelsi í tvö og hálft ár en frá þeirri dagatölu dregst gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá áramótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“