fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Fylgjukantur Guðrúnar rifnaði á meðgöngu: „Ólýsanlega vond tilfinning að hafa ekki fullkomið vald yfir því að halda barninu mínu“

Lady.is
Sunnudaginn 27. maí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðgangan mín var hálfgerður tilfinningarússíbani. En það byrjaði að blæða hjá mér nokkrum dögum eftir að ég komst að því að ég væri ólétt. Læknirinn sagði við mig að allt benti til þess að ég væri að fara missa fóstrið þar sem ég var einnig með mikla verki.

Ég var miður mín yfir þessum fréttum og var alltaf að búast við því að missa það. En samt alltaf að reyna að hugsa jákvætt og vonaði það besta. Þegar ég var komin á 16. viku þá sást í sónarnum að fylgjukannturinn hafði rifnað frá og þar lægi skýringin við blóðinu. Ég var þar af leiðandi flokkuð í áhættumeðgöngu og mátti ekki lyfta þungu til að koma í veg fyrir að hann myndi rifna alveg og þá gæti ég misst barnið mitt.

Brotnaði saman

Ég man eftir sónarinn þegar ég var komin út í bíl þá gjörsamlega brotnaði ég saman. Þetta var ólýsanlega vond tilfinning að finnast ég ekki hafa fullkomið vald yfir því að halda barninu mínu. Ég hágrét og það var ekki hægt að hugga mig, ég var full af sjálfsásökunum og svo yfirþyrmandi hrædd. Mér leið eins og líkaminn minn væri að bregðast full hraustu fóstri inn í mér. Það er í raun engin skýring sem liggur á baki því að fylgjan rifnaði, ekkert sem að ég gerði heldur bara galli sem gæti komið fyrir hvaða ólétta konu sem er. En ég kenndi mér um þetta ég hugsaði að þetta væri pottþétt út af því að ég hefði lyft of þungu í ræktinni eða ekki borðað nógu hollt og svo framvegis.

Ég mátti sem sagt voða lítið hreyfa mig en fékk grænt ljós á meðgöngujógatíma og skráði mig í svoleiðis sem hjálpaði andlegu líðaninni minni um heilan helling.

En þegar það blæddi þá var ég alltaf frekar stressuð og þurfti ég að fara í hvert skipti upp á spítala sem var nokkrum sinnum í viku… í níu mánuði. Ég fékk stundum athugasemdir frá fólki í kringum mig að ég þyrfti að passa mig að vera ekki stressuð að það myndi hafa áhrif á barnið. Að fá svona athugasemdir hjálpar manni ekki að verða minna stressaðri heldur þvert á móti. Ég varð mun stressaðri þegar ég heyrði að þetta hefði vond áhrif á barnið…. í stað þess að koma með svona athugasemd þá mæli ég með að reyna beina athygli viðkomandi óléttri konu eitthvert annað eða reyna hughreysta hana.

Þakklát fyrir góða fæðingu og heilbrigt barn

Leghálsinn styttist of mikið of snemma út af þessu öllu saman og var ég í hættu að eiga langt fyrir tilsettan tíma. Svo varð ekki og ég átti dóttir mína einum degi fyrir settan dag. Ég átti alveg eðlilega fæðingu og hún liggur við skaust í heiminn og tók allt ferlið minna en klst. Eftir erfiða meðgöngu þá aðallega andlega þá var ég virkilega þakklát að eiga allavega góða fæðingu og fá heilbrigt barn í hendurnar.

En ástæðan fyrir þessari færslu var sú að mig langaði til að deila reynslu minni af þessari meðgöngu, þar sem mér hefði fundist gott að geta lesið jákvæða útkomu af slíkri meðgöngu eða jafnvel talað við einhverja sem hefði upplifað svipað. Þess vegna vil ég segja, ekki hika við að senda á mig línu, á Facebook, Instagram, Snapchat eða hvar sem er ef þið viljið spyrja eða spjalla við mig um eitthvað tengt þessu. (Alls ekki gúggla neitt tengt þessu, ef þið hafið einhverjar spurningar þá ekki hika við að tala við ljósmóður ykkar eða lækni frekar).

Snapchat og Instagram Guðrúnar er: gudunsigur

Færslan birtist upphaflega á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum