fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Eigandi Gömlu Smiðjunnar glímir sjálfur við erfiðan leigusala – Sighvatur ekki enn stigið fram

Íhugar að bjóða upp á „Óvissupizzu Franks“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðskiptavinurinn nýtur alltaf vafans hjá Gömlu Smiðjunni. Það er mjög auðvelt að gera mistök þegar pítsur eru bakaðar en síðan ég keypti staðinn fyrir tveimur mánuðum þá hef ég ekki orðið var við að mikið sé um kvartanir vegna slíks. Ef það gerist þá komum við að sjálfsögðu til móts við viðskiptavininn,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi pítsustaðarins Gömlu Smiðjunnar sem skaust svo sannarlega fram á sjónarsviðið um helgina þegar óborganleg samskipti hans og viðskiptavinarins Franks Cassata litu dagsins ljós á samskiptamiðlum. Frank Cassata kvartaði á Facebook-síðu fyrirtækisins yfir að pöntun hans á flatböku hefði verið afgreidd á rangan hátt en fékk eftirfarandi svar til baka, nokkru síðar: „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar. Fyrst ég er með þig hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“

Svona hófust samskipti Franks og eiganda Gömlu Smiðjunnar en umræðurnar í kjölfarið urðu fjörugar í meira lagi.
Samskiptin Svona hófust samskipti Franks og eiganda Gömlu Smiðjunnar en umræðurnar í kjölfarið urðu fjörugar í meira lagi.

Sama eftirnafn og Sighvatur

„Þessi tiltekni viðskiptavinur er með sama eftirnafn og hinn umtalaði Sighvatur og þetta rann einfaldlega saman hjá mér,“ segir Sverrir sem segist ekki leggja í vana sinn að rukka viðskiptavini pítsustaðarins um leigu. „Ég stóðst ekki mátið að svara og ég sé ekki eftir því enda held ég að megnið af fólki hafi haft gaman af þessu. Einhverjir voru sárir og ég vona að þeir jafni sig en mér þótti afar vænt um að lesa hversu margir hrósuðu pítsunum okkar,“ segir Sverrir. Að hans sögn bauð hann Frank þá þegar tvær ókeypis pítsur eftir að hann áttaði sig á viðskiptunum en það hafi hann ekki sætt sig við og kvaðst hættur viðskiptum við staðinn. „Ég sá það á samskiptasögunni við fyrri eiganda að hann hafði nokkrum sinnum hótað að hætta viðskiptum en alltaf komið aftur. Það sýnir að pítsurnar okkar eru ómótstæðilegar,“ segir Sverrir og hlær.

Erfiður leigusali og „Óvissupizza Franks“

Eins og áður segir fóru samskipti Franks og Sverris víða á samsfélagsmiðlum og sýndist sitt hverjum um tilþrif eiganda Gömlu Smiðjunnar, sérstaklega þá staðreynd að Sverrir hélt því fram að Frank legði í vana sinn að kvarta yfir rangri afgreiðslu til þess að fá ókeypis flatböku. Vísaði Frank því algjörlega á bug og bað Sverri um að leggja frá sér lyklaborðið. Margir sem fylgdust með samskiptunum af kostgæfni töluðu um slys í almannatengslum og að eigandinn hafi skemmt fyrir eigin rekstri. „Dagurinn eftir að þetta kom var sá söluhæsti síðan ég keypti reksturinn. Hann gengur afar vel en ég tók við erfiðu búi, meðal annars óhagstæðum leigusamningi og erfiðum leigusala,“ segir Sverrir og skellihlær.

Hann vill þó ólmur rétta Frank sáttarhönd og horfa fram á veginn. „Ég legg til að Frank hætti þessum æsingi og komi bara til okkar og fái sér gómsæta eldbakaða flatböku. Það væri mér sönn ánægja að hitta hann og taka utan um hann. Ef hann setur sig ekki upp á móti því þá ætlum við að bjóða upp á „Óvissupizzu Franks“ á matseðli okkar. Það yrði þá „random“ pítsa af matseðli og kannski önnur hver pítsa frí,“ segir Sverrir og hlær dátt.

Ekki náðist í Frank Cassata við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí