fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Þáttur um Ingólf á Netflix: Tom Brady einn af framleiðendum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. maí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í júní næstkomandi þar sem skotinn verður þáttur um knattspyrnumanninn Ingólf Sigurðsson.

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í bandarísku NFL-deildinni, er einn af þremur framleiðendum þáttanna auk þeirra Michael Strahan og Gotham Chopra.

Derek Doneen leikstýrir þættinum um Ingólf en hann vann til Grand Jury Prizes á Sundance-kvikmyndahátíðinni fyrr á árinu fyrir heimildarmynd sína, Kailash. Doneen og Gotham Chopra unnu einnig að heimildarmyndinni Kobe Bryant’s Muse. Þetta er þriðja sería þáttaraðinnar en hún verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Direct TV í Bandaríkjunum í desember og verður í kjölfarið aðgengileg á Netflix.

Ingólfur Sigurðsson þykir einn hæfileikaríkasti fótboltamaður sem Ísland hefur augum litið og mörg af stærstu félögum heims vildu ólm fá hann í sínar raðir. Líf hans tók óvænta stefnu þegar hann greindist með geðsjúkdóminn kvíðaröskun á unglingsaldri sem hafði þær afleiðingar í för með sér að hann gat ekki stundað atvinnumennsku í fótbolta.

Ingólfur lék tvisvar sinnum með Heerenveen í Holland og Lyngby í Danmörku og var lykilmaður í unglingalandsliðum. Ingólfur hefur verið áberandi í umræðunni um geðheilbrigðismál hér á landi. Hann hefur flutt fjölmarga fyrirlestra um málefnið. Þá er Ingólfur höfundur pistilsins Ungir karlmenn sem vilja deyja sem birtist á Vísi í fyrra, en það var þriðji mest lesni pistill vefsins árið 2017.

Ingólfur hefur undanfarin ár leikið í næstefstu deild á Íslandi og var í stóru hlutverki þegar Víkingur Ólafsvík sló stigamet þar sumarið 2015. Ingólfur er nú spilandi þjálfari hjá KH í 3. deild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“