fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Segir borgarstjóra í afneitun vegna húsnæðiskreppunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 11:44

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, sem býður fram til borgarstjórnar, segir að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson sé í afneitun gagnvart húsnæðiskreppunni og vilji ekki sjá vandamálið. Hann skrifar færslu sína við frétt um að Samfylkingin hafi límt framboðsauglýsingu sína, með mynd af Degi, í glugga íbúðarhúsnæðis, líkt og Eyjan greindi frá. Auglýsingin var síðan fjarlægð vegna kvörtunar.

„Afneitun Dags B. og Samfylkingarinnar gagnvart húsnæðiskreppunni er algjör. Dagur sér ekki vandann vegna þess að hann vill ekki sjá hann. Í stað þess að byggja fyrir fólkið sem er í mestri neyð límir hann andlitsmyndir af sjálfum sér á ósamþykkt skjólið sem fólkið finnur sér. Eyðið ekki atkvæði ykkar á slíka frambjóðendur. Kjósið fólk sem þekkir vandann, ekki fólk sem sér ekki vandann og afneitar honum,“

segir Gunnar.

Minnt er á að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun sitja fyrir svörum lesenda í beinni línu á Facebooksíðu DV klukkan 15 í dag .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að