fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Mýrarbolti, matur og menning um verslunarmannahelgina

Kynning

Hamraborg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. júlí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamraborg á Ísafirði var stofnuð árið 1968 og var þá hefðbundin nýlenduvöruverslun. Á næstu áratugum þróaðist hún í takt við tímann og þarfir viðskiptavinanna. Gísli Úlfarsson er annar eigenda Hamraborgar en hinn er Úlfar bróðir hans. Að sögn Gísla fæst nú allt milli himins og jarðar í versluninni – sem er veitingastaður að auki. „Hjá okkur fást ýmsar gerðir skyndibita, pítsur, hamborgarar, pylsur, matvörur, sælgæti og fjölmargt fleira. Við segjum gjarnan að við séum góðir í öllu – en sterkastir erum við í pítsunum! Því get ég lofað,“ segir hann hlæjandi. „Það verður að vera eitthvað fyrir alla. Svo er Hamraborgarísinn alltaf vinsæll enda mjög góður.“

Gítarar, grillmatur og gotterí

Þegar fjölbreytt vöruúrval verslunarinnar berst í tal, segir Gísli að ekkert sé heilagt í þeim efnum. „Ef við bjóðum ekki upp á vöruna sem viðskiptavinurinn óskar eftir, þá einfaldlega reddum við henni bara. Það er gaman að segja frá því að eitt sinn kom hingað í Hamraborg kona sem vildi kaupa fiðlu. Við útveguðum fiðlu og meðan hún var hér uppi á hillu í versluninni og beið kaupanda síns, seldum við hana þrisvar sinnum, þ.e. við þurftum alltaf að panta nýja jafnóðum. Við seljum líka gítara og því er óhætt að segja að hér sé fjölbreytni vörutegunda í fyrirrúmi.“

Evrópukeppnin í Mýrarbolta og landsfrægir tónlistarmenn

„Evrópukeppnin í Mýrarbolta verður svo haldin hjá okkur á Ísafirði um verslunarmannahelgina eins og venjulega og er búist við að á bilinu 1.500–2.500 manns komi vestur þessa fyrstu helgi ágústmánaðar. Það verða alls sjö vellir, með hágæða drullu sem ætti að tryggja meiriháttar upplifun bæði keppenda og áhorfenda.“

Mýrarboltinn er ekki einungis drullubolti því í kringum hann eru ýmsir menningartengdir viðburðir í gangi. Það er þó fyrst og fremst tónlistinni sem verður gert hátt undir höfði en nú í ár mæta Úlfur Úlfur, Erpur, Sesar A, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Ultra mega, Playmo, Mammút, Jón Jónsson og Frikki Dór sem munu halda uppi fjörinu.

„Við hvetjum fólk til þess að heimsækja Ísafjörð um verslunarmannahelgina, mæta á Mýrarboltann og njóta góðra veitinga hjá okkur í Hamraborg,“ segir Gísli að lokum.

Hamraborg
Hafnarstræti 7, 400 Ísafjörður
Sími: 456-3166
Opið alla daga 09.00–23.30
Netfang: hamraborg@heimsnet.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum