fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433

Plús og mínus – Féll eftir vindhviðu og blekkti dómarann

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. maí 2018 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikil skemmtun á Origo-vellinum í kvöld er Valur fékk Stjörnuna í heimsókn í Pepsi-deild karla.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Stjörnumenn komust tvívegis yfir en í bæði skiptin jöfnuðu heimamenn.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það gerir svo mikið fyrir fótboltaleiki þegar bæði lið vilja vinna. Það var ekkert gefið eftir í dag. Frábært að sjá.

Hilmar Árni Halldórsson á að fara út. Hann á að vera erlendis að spila. Enn eitt markið í dag plús stoðsending. Of góður fyrir þessa deild.

Var ekki talað um að Valur væri einfaldlega búið að vinna deildina fyrir mót? Það er alls ekki þannig. Ekkert nema jákvætt að fá spennu í deildina.

Mínus.

Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður, leit illa út í öðru marki Stjörnunnar. Hilmar Árni hafði betur í baráttu um boltann, sendi fyrir og skoraði Baldur Sigurðsson.

Talandi um einstaklingsmistök. Haraldur Björnsson í öðru marki Vals. Eitt furðulegasta skógarhlaup sumarsins. Skrifast algjörlega á hann.

Valsmenn áttu aldrei að fá vítaspyrnuna í fyrri hálfleik. Tobias Thomsen féll eftir vindhviðu og blekkti Pétur dómara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi