fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þorgeir snýr aftur og hópuppsögn á Krýsuvík

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 21. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgeir Ólason

Þrír starfsmenn hafa sagt upp störfum á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Tóku starfsmennirnir þá ákvörðun að segja upp störfum eftir að stjórn Krýsuvíkursamtakanna ákvað að bjóða Þorgeiri Ólasyni starf framkvæmdastjóra. Þorgeir var forstöðumaður en steig til hliðar eftir umfjöllun DV fyrr í vetur þar sem upplýst var um ótal vankanta á meðferðarstarfinu og bruðl samtakanna með almannafé. Krýsuvíkursamtökin reka meðferð fyrir fólk af báðum kynjum frá 18 ára aldri. Skjólstæðingarnir eru jafnan þeir sem hafa átt í hve mestum vandræðum að fóta sig í samfélaginu og á öðrum meðferðarstofnunum.

Bruðl, óttastjórnun og kynferðisbrot

Í umfjöllun DV var fjallar um óttastjórnun, greint frá því að starfsmaður hefði verið kærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot og fjallað um óviðeigandi samskipti Þorgeirs við kvenkyns skjólstæðinga. Þorgeir er sonur Lovísu Christiansen sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri. Í umfjöllun DV kom jafnframt fram að Krýsuvíkursamtökunum var úthlutað 112 milljónum á seinustu fjárlögum. Rúmar níu milljónir fóru í glæsikerru fyrir Þorgeir á sama tíma og Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnarformaður Krýsuvíkursamtakanna, kvartaði sáran undan hversu lítið fé samtökin höfðu á milli handanna. Á meðan ekki var fjárfest í nagladekk fyrir bíl sem ferjar ráðgjafa til Krýsuvíkur voru keypt ný dekk á glæsikerruna fyrir þrjú hundruð þúsund.

8.5 milljónir Glæsikerra Bíllinn kostaði 8,5 milljónir króna en síðan var umtalsverðum upphæðum eytt í breytingar.

Mæðgin kaupa sér bíla fyrir fjármuni ríkisins

Ýmislegt athyglisvert kemur í ljós þegar bílaviðskipti Krýsuvíkursamtakanna eru skoðuð. Þannig fjárfesti Lovísa Christiansen, móðir Þorgeirs, í glænýrri Skoda Octavia-bifreið fyrir sjálfa sig í nóvember 2012. Kaupverðið var 4,7 milljónir króna. Mæðginin hafa því fengið tvo bíla að verðmæti 13,4 milljóna króna. Lovísa býr 300 metra frá starfsstöð sinni. Eftir umfjöllun DV var bíll Þorgeirs seldur. Í ársskýrslum kemur síðan fram að tæpar sjö milljónir fara í rekstur á bifreiðum sem verður að teljast undarlegt þar sem kaup á eldsneyti er ekki inni í þeirri tölu né kaup á bifreiðum eða akstur starfsfólks. Samtökin hafa ekki viljað skýra þennan útgjaldalið þegar eftir því var óskað.

Þá varð starfsmaður uppvís að ástarsambandi við skjólstæðing. Hann var látinn fara tímabundið en ráðinn aftur. Kærði þá önnur kona hann fyrir gróft kynferðisbrot sem átti sér stað eftir endurráðninguna. Þá hafa minnst tveir fyrrverandi starfsmenn átt í kynferðislegu samneyti við skjólstæðinga. Krýsuvík fékk falleinkunn hjá Landlækni 2016 og gerði alvarlegar athugasemdir sem ekki var brugðist við. Það virðist þó ekki hafa haft neinar afleiðingar gagnvart Landlækni eða velferðarráðuneytinu sem veitir heimilinu fjárframlög. Þvert á móti, því fjárframlögin hafa aukist frá því úttektin var gerð. Þá kom fram að enginn starfsmaður er á heimilinu eftir klukkan fjögur á daginn en það hefur verið harðlega gagnrýnt.

Lovísa Christiansen Samþykkti að kaupa tæplega 10 milljóna króna glæsikerru handa syni sínum, forstöðumanninum Þorgeiri Ólasyni. Það eru tæplega 10 prósent af árlegu heildarframlagi ríkisins til Krýsuvíkur

Starfsmenn segja upp

Þorgeir Ólason, sem á að koma til starfa á ný, hefur átt í óeðlilegum samskiptum við kvenkyns skjólstæðinga, jafnvel ástarsamböndum. Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnarformaður samtakanna, hefur staðfest það. Þorgeir var vegna umfjöllunar DV sendur í tveggja mánaða leyfi og bjóst enginn starfsmaður við að hann myndi snúa aftur, enda stjórnun á staðnum í molum. Eftir að starfsmönnum var greint frá að hann væri á leið til starfa á ný skiluðu þrír starfsmenn inn uppsagnarbréfi, er það helmingur starfsmanna á meðferðarstöðinni. Eftir eru móðir Þorgeirs og mágkona hans en starfsmenn eru að klára uppsagnarfrest. Einn starfsmaður sem DV ræddi við og vildi ekki láta nafns síns getið svaraði aðspurður um uppsögnina: „Út af ósætti um hvernig hefur verið haldið á málum þarna.“

Bætti starfsmaðurinn við að hann gæti ekki starfað þarna lengur eftir að fréttist að Þorgeir myndi stýra meðferðarstöðinni.

„Ég ákvað að ég gæti ekki starfað þarna lengur eftir að ég fékk fregnir af því að hann væri að koma aftur til starfa, þó að ekki sé búið að staðfesta það formlega enn þá. Ég get ekki starfað undir þeim kringumstæðum, samvisku minnar vegna og faglegs heiðurs míns. Ég get ekki sætt mig við hvernig stjórnin tekur á þessum málum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa