fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Segir að Norður-Kórea geti liðið undir lok innan árs

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. október 2017 06:40

Hótelið trónir yfir Pyongyang í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega mun Norður-Kórea, í þeirri mynd sem samfélagið er byggt upp í dag, líða undir lok innan árs. Þetta segir Ri Jong-ho, landflótta Norður-Kóreumaður sem var háttsettur innan stjórnkerfisins, um stöðuna sem nú er uppi. Hann segir að efnahagsþvinganir Bandaríkjanna geti valdið þessu hruni.

Jong-ho stýrði alþjóðlegum fyrirtækjum Norður-Kóreustjórnar sem sáu um að útvega þessu harðlokaða einræðisríki peninga. Þetta kom fram í máli hans á fundi Asia Society í New York nýlega. Independent skýrir frá þessu. Þar segir að Jong-ho hafi einnig sagt að Norður-Kórea vilji gjarnan eiga í samskiptum við Bandaríkin.

„Refsiaðgerðir Hvíta hússins gagnvart Norður-Kóreu eru sögulegar. Landið hefur aldrei áður sætt svo hörðum refsiaðgerðum. Ég er ekki viss um að Norður-Kórea geti lifað af eitt ár með þessum refsiaðgerðum. Fólk mun deyja.“´

Sagði hann á fundinum. Hann sagðist telja að sífelldar ögranir Norður-Kóreu og orðaskak Kim Jong-un, einræðisherra, gagnvart Bandaríkjunum sé tilraun stjórnvalda til að koma á diplómatískum samskiptum við Bandaríkin án aðkomu Suður-Kóreu.

„Núna hafa leiðtogar Norður-Kóreu komið fyrir eldflaugum sem er miðað á Bandaríkin og halda áfram ögrunum sínum en þeir eru örvæntingarfullir og vilja samskipti við Bandaríkin.“

Hann sagði einnig að samskipti Norður-Kóreu og Kína væru nú svo slæm að þau hefðu aldrei verið eins slæm. Kim Jong-un hefði reiðst heiftarlega þegar Xi Jinping, forseti Kína, fór í opinbera heimsókn til Suður-Kóreu 2014 og hefði þar með tekið Suður-Kóreu fram fyrir Norður-Kóreu. Jong-ho sagði að Jong-un hefði reiðst heiftarlega og hefði meðal annars kallað Xi Jinping „tíkarson“ á fundi með háttsettum embættismönnum.

Jong-ho flúði frá Norður-Kóreu með fjölskyldu sína 2014 en fram að því stýrði hann Korea Daehung Trading Corporation sem er undir beinni stjórn Kim-fjölskyldunnar, sem fer með völdin í landinu, eftir því sem South China Morning Post segir. Í samtali við The Washington Post sagði Jong-ho að hann hafi stýrt aðgerðum Norður-Kóreu til að fara framhjá refsiaðgerðum SÞ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum