fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Kristín glímir við níu geðgreiningar vegna læknis sem kom illa fram við hana: „Þú getur alveg eins skorið þig á púls“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 17. maí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Daðadóttir þekkir það vel að gefast upp á lífinu. Hún hefur þurft að kljást við þunglyndi, ofsakvíða, áfallastreituröskun og fleiri erfiða sjúkdóma síðan læknir sagði við hana að hún væri of feit þegar hún var einungis ellefu ára gömul.

„Ég er almennt mjög glöð stelpa, en heima fyrir þá er ég manneskja sem engum langar til þess að sjá. Ég hef verið að fela þá manneskju. Hún á erfitt með allt. Frá því að vakna, fara í sturtu eða jafnvel bara að opna augun. Ég passa mig mjög vel á því að þessi manneskja fái ekki að sýna sig oft vegna þess að ég er engan vegin lík þessari manneskju, eða var það aldrei fyrr en fyrir fimm árum síðan,“ segir Kristín Daðadóttir í einlægri færslu sinni á Vynir.

Með níu geðgreiningar

„Ég hef alltaf verið í stærri kantinum og var ég lögð í einelti fyrir það alla mína grunnskólagöngu. Þrátt fyrir það var ég alltaf sama ljúfa og skemmtilega stelpan sem var hlæjandi að öllu.“

Kristín fór til innkirtlasérfræðings þegar hún var ellefu ára gömul og mun hún aldrei gleyma því.

„Hann er ástæðan fyrir því að ég á erfitt með að hlæja, brosa og jafnvel bara tala. Hann braut mig gjörsamlega niður. Áður fyrr var ekkert til hjá mér sem kallaðist þunglyndi eða kvíði, en eftir þennan lækni sit ég uppi með níu geðgreiningar og mér er sagt að gleyma þessu.“

Kristín er í dag greind með þunglyndi,ofsakvíða, félagsfælni, víðáttufælni, OCD, áfallastreituröskun ,jaðarpersónuleikaröskun og átröskun.

„Ég man eftir fyrsta tímanum hjá þessum lækni vegna þess að aldrei áður hafði ég upplifað fullorðinn karlmann koma svona nálægt andliti mínu og segja: „Oj hvað þú ert feit!“ Ég fer ekki til læknis í dag nema í fylgd með móður minni vegna hans.“

Fékk taugaáfall eftir tíma hjá lækni

Það var þó ekki í fyrsta tímanum hjá innkirtlasérfræðingnum sem Kristín varð fyrir því áfalli sem gerði líf hennar óbærilegt heldur þeim síðasta.

„Síðasti tíminn er mikið eftirminnilegri vegna þess að eftir hann fékk ég taugaáfall. Þann 30. september árið 2013 fékk ég taugaáfall. Ég labbaði ein inn hjá lækninum og þessi tími byrjaði eins og allir aðrir. Hann mældi hæð og þyngd, settist svo á móti mér og kemur óþægilega nálægt mér. Ég man ennþá lyktina þarna inni og öll smáatriðin. Hann segir svo við mig: „Vilt þú enda í hjólastól?“ Mér brá við og það eina sem ég gat sagt var nei. Þá sagði hann setningu við mig sem hefur haft áhrif á líf mitt alla daga síðan: „Þú getur alveg eins farið heim og skorið þig á púls.“ Þetta var læknirinn, maðurinn sem ég treysti til þess að hjálpa mér. Hann sagði mér að ég gæti alveg eins drepið mig ef ég ætlaði að halda áfram að vera svona þung. Ég kláraði tímann alveg frosin og man vel eftir því þegar ég var að borga hvað allir virtust vera langt í burtu frá mér.“

Kristín fór út í bíl þar sem hún fékk sitt fyrsta ofsakvíðakast.

„Ég nötraði og grét svo sárt að ég sá bara svart. Ég varð dauðhrædd og hringdi í mömmu mína. Ég náði aðeins að koma upp nokkrum orðum inn á milli þess sem ég grét. Eftir þetta greindist ég síðan með búlimíu og enn þann dag í dag á ég erfitt með að borða. Ég borða kannski eina máltíð á dag og þarf svo að rökræða við sjálfa mig lengi eftir á að skila ekki matnum.“

Kærði lækninn og vinnur í sér

Kristín neyddist til þess að hætta í skóla og kærði hún lækninn.

„Það kom að sjálfsögðu ekkert út úr því nema það að hann fær að halda áfram sínu striki og ég sit eftir. Ég byrjaði að skera mig og hugsaði svo oft hvað það væri ljúft að sofna bara og vakna ekki aftur til þess að sjá nýjan dag.“

Kristín gengur í dag til sálfræðings og heldur áfram að vinna í sínum málum. Hún kaus að opna sig um erfiðleikana sína í þeirri von um að opna augu lækna á því hversu mikilvægt það er að vanda mál sitt við skjólstæðinga sína.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.