fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Dagný Rut er hryllileg á Hrekkjavökunni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 22. október 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Rut Ólafsdóttir hefur tekið þátt í hrekkjavökunni síðan árið 2008. „Ég sá hrekkjavökuball auglýst hér heima,“ segir Dagný, en hún býr í Grindavík, „og ég bara: Úhhhh! ég verð að vera með!“

Dagný Rut sér yfirleitt um gervi og förðun sjálf en hefur stundum leitað aðstoðar annarra.

„Fyrir þremur árum var ég búin að vera klukkutíma að græja mig, leit svo í spegil og hugsaði: „Þetta er ekkert skeirí, þreif allt framan úr mér og byrjaði upp á nýtt,“segir Dagný Rur. Í það skipti var hún hjúkkan með vafningana.

Dagný Rut velur oftast að vera ljót og skeirí og því þarf kannski að vanda sig minna við förðunina. „Ég fæ yfir leitt alltaf bestu hugmyndirnar á síðustu stundu og er þá að sauma fram á síðustu stundu eins og fyrir tveimur árum þegar ég var jólasveininn,“ segir Dagný Rut. „En mér fannst það ekki fallegt gervi sem sagt fallega ljótt.“

Hún er oft í gervi sem veldur því að maður myndi ekkert vilja mæta henni á förnum vegi. „Ég gleymi aldrei þegar ég og vinkona mín vorum að keyra heim frá Kötu sem sá um að farða okkur, hún bjó í Vogum og við þurftum að hitta mág minn á Stapanum,“ segir Dagný Rut. „Við vorum báðar í gervi, með brunasár um andlitið og stóðum upp á Stapa og bílar að keyra fram hjá.“

Dagný Rut furðar sig jafnframt á þeim sem bjóða til annarra viðburða á þessum tíma. „Hver heldur til dæmis brúðkaup á hrekkjavökunni?“

Árlega mætir Dagný Rut síðan í partý til Berglindar vinkonu sinnar sem snýr húsinu gjörsamlega á hvolf og skreytir hátt og lágt í anda hrekkjavökunnar. Þangað mæta flestir í búningi og skemmta sér konunglega við að giska á hver sé á bak við gervið.

Dagný Rut og nokkrar vinkonur í búningum á hrekkjavökunni árið 2016.

Dagný Rut hefur oft unnið til verðlauna á hrekkjavökuballinu í Salthúsinu í Grindavík. Og tvisvar hefur komið fyrir að hún þurfti að deila verðlaunum með Önnu Siggu vinkonu sinni því ekki var hægt að gera upp á milli þeirra.

Hér má gervi Dagnýjar Rutar frá árinu 2008:

Árið 2008.
Árið 2009.
Árið 2010.
Árið 2011 með Önnu Siggu Sigurðardóttur.
Árið 2011 með þremur vinkonum.
Árið 2012.
Árið 2012 með Önnu Siggu Sigurðardóttur vinkonu sinni.
Árið 2012.
Árið 2012 með Teresu Birnu Björnsdóttur í gervi Magnúsar.
Árið 2013.
Árið 2014.
Árið 2014 með Bjarnlaugu Ósk Jónsdóttur.
Árið 2015.
Árið 2015.
Árið 2016.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.