fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Tefla 250 skákir til að bjarga börnum í Jemen frá hungri: Forsetinn mætir í dag kl. 15

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. maí 2018 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skákhátíð og neyðarsöfnun Hróksins, UNICEF OG FATIMUSJÓÐS fer nú fram í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, skáhalt við Kolaportið, og hefur gengið glimrandi vel. Áheitum og framlögum rignir inn hjá Fatimusjóði og UNICEF. Til þess að styðja við þetta góða málefni má auk þess senda sms-ið í númerið 1900 og skrifa orðið JEMEN og þá millifærast 1900 krónur.

Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman hjá Hróknum stefna að því að tefla 250 skákir þessa tvo daga og er áheitum safnað  saman á hverja skák. Dæmi um áheit sem þegar hafa borist:

  • NN borgar 2000 kr. pr. skák. samtals 500.000
  • Samkaup borga 1000 kr. pr. skák samtals 250.000
  • BRIM borga 1000 kr. pr. skák samtals 250.000
  • Íslandsbanki greiðir með eingreiðslu 150.000
  • Vörður borgar 500 kr, pr.  skák 125.000
  • Vignir S Halldórsson stjórnarformaður MóX 500 kr. pr. skák 125.000
  • Vignir Einar Hilmarsson fjármælastjóri MótX 500 kr. pr. skák 125.000
  • Dominos 500 kr. pr skák 125.000
  • Penninn borgar með eingreiðslu 100.000
  • NN borgar eingreiðslu 15.000
  • Helgi Vilhjálmsson í Góu hefur 125.000

Í tilkynningu frá Hróknum segir:

„Við hvetjum auðvitað góðhjarta fjáraflamenn að leggja í púkkið — þá aflast auðvitað mest á sem skemmstum tíma! Við erum í kapphlaupi við dauðann.

En svo verður nú og glaðskapur í Pakkó í allan dag. Hef grun að veitingadeildin ætli að fara á kostum og við hvetjum allt áhugafólk um skák að koma og etja kappi við þá félaga og leggja málefninu lið því fyrir hverja skák sem tefld er – eru undir þúsundir króna sem renna óskertar til Jemen.

Svo eigum við að undrasystkinum Sjönu og Alex með sína töfrandi tóna — og sjálf drottingin Ragnheiður Gröndal ætlar að koma líka og vonandi tekst Guðmundi að komast með. Og er það stóra spurning um meistara Bjartmar.

Forseti Íslands sem er mikill skákáhugamaður ætlar að koma kl. 15:00 með fríðu föruneyti.“

Reikningsnúmer: 0512-04-250461
Kennitala: 680808-0580

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Í gær

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Í gær

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur